Innlent

Illugi með töluvert forskot á Guðlaug

Illugi nýtur töluvert meiri stuðnings en Guðlaugur ef marka má nýja könnun MMR.
Illugi nýtur töluvert meiri stuðnings en Guðlaugur ef marka má nýja könnun MMR.
Illugi Gunnarsson alþingismaður nýtur töluvert meiri stuðnings en Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar MMR.

Af þeim sem sögðust gera ráð fyrir að kjósa í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer um næstu helgi sögðust 50,4% vilja að Illugi Gunnarsson leiði lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, 21,5% sögðust vilja að Guðlaugur Þór Þórðarson leiði listann, 20,7% sögðu hvorugur og 7,4% sögðust ekki vita hvorn þeir vilji eða vildu ekki svara spurningunni.

Af þeim sem sögðust líklega myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum sögðust 52,6% vilja að Illugi leiði listann, 26,6% sögðust vilja að Guðlaugur Þór leiði listann, 13,8% segja hvorugur og 7,0% sögðust ekki vita hvorn þeir vilja eða vildu ekki svara.

Um er að ræða netkönnun sem var gerð dagana 6. - 11. mars 2009. Úrtakið var valið með slembiaðferð úr þjóðskrá í aldurshópnum 18-59 ára. Alls svöruðu 604 könnuninni.

Samkvæmt heimildum Vísis var könnunin gerð fyrir stuðningsmenn Illuga Gunnarssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×