Innlent

Mál Baldurs gegn sérstökum saksóknara þingfest

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Baldur Guðlaugsson seldi bréf sín í Landsbanka Íslands skömmu fyrir bankahrun. Mynd/ Stefán.
Baldur Guðlaugsson seldi bréf sín í Landsbanka Íslands skömmu fyrir bankahrun. Mynd/ Stefán.
Mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, gegn sérstökum saksóknara verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum rannsakar sérstakur saksóknari hvort Baldur Guðlaugsson hafi gerst sekur um innherjasvik þegar að hann seldi eigin hlutabréf í Landsbanka Íslands í aðdraganda bankahrunsins í fyrra. Í þágu rannsóknarhagsmuna fékk sérstakur saksóknari eigur Baldurs kyrrsettar.

Baldur unir þessu ekki og vill að kyrrsetningunni verði aflétt og rannsókn málsins hætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×