Lífið

Gerningar fara á kvikmynd

myndlist Gjörningaklúbburinn er kominn á ræmu með lúðrasveit og vita.mynd frettablaðið
myndlist Gjörningaklúbburinn er kominn á ræmu með lúðrasveit og vita.mynd frettablaðið

Í dag kl. 17 verður sýning í Regnboganum á kvikmyndum, vídeóverkum eftir Gjörningaklúbbinn, Curver, Bjarna Massa og samstarfsmynd 16 íslenskra og pólskra listamanna í tengslum við Sequences-hátíðina. Sýndar verða myndirnar Vitaskuld, Auðvitað! eftir Gjörningaklúbbinn, vídeóverk frá gerningi þeirra 17. maí síðastliðinn er átti sér stað í Garðskaga­vita ásamt lúðrasveitinni Svaninum.

Verkin Four New York Minutes og Ode to An Ode eftir Curver, en annað verkið er einnar mínútu gerningur í New York og hitt er vídeóverk tileinkað verki Finnboga Péturssonar Ode, unnið í samstarfi við Rafskinnu tímarit.

Þá verður einnig sýnt verkið an Exquisite Corpse in Nikisialka, sem var tekin upp í Nikisialka í Póllandi þar sem 16 íslenskir og pólskir listamenn dvöldu og störfuðu sumarið 2008. Allir listamennirnir unnu að gerð myndarinnar í samstarfi við kvikmyndagerðarmanninn Þorgeir Guðmundsson, en verklag myndarinnar byggist á hugmyndinni um teiknileikinn exquisite corpse, þar sem margir aðilar teikna eina teikningu en vita ekki hvert myndefni þess sem á undan teiknaði er.

Kvikmyndin er þannig byggð upp; Þorgeir lék aðalhlutverkið og sagði mismunandi leikstjórum síðasta ramma þess er á undan var. Hver listamanður eða leikstjóri fékk tvær mínútur.

Að lokum verður sýnd 30 mínútna heimildarmynd um það þegar Sirkus bar var fluttur af Kling & Bang gallerí til London á Frieze-listamessuna haustið 2008. Þar gefur að líta brot af því sem þar fór fram og þeirri stemningu sem þar var.

Aðgangur er ókeypis og verða þessar myndir einungis sýndar á þessum tíma. Sýningarnar eru hluti af Sequences-listahátíðinni sem nú stendur yfir.- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.