Loeb fær ekki keppa í Abu Dhabi 22. október 2009 09:28 Michael Schumacher og Sebastian Loeb ræða málin. Loeb hefur prófað Formúlu 1 bíl og sýndi góða takta í prófunum í Barcelona. Mynd: Getty Images FIA hefur hafnað Sebastian Loeb um leyfi til að keppa í Formúlu 1 mótinu í Abu Dhabi, en Torro Rosso liðið hefur unnið að því að fá heimsmeistarann um borð í bíl sinn í lokamót ársins. En FIA telur að Loeb uppfylli ekki þau skilyrði sem til þarf til að fá ofurskírteinið svokallaða sem Formúlu 1 ökumenn þurfa til að geta keppt. Loeb er margfaldur meistari í rallakstri og keppir um helgina í lokamótinu í heimsmeistaramótinu í Bretlandi og gæti orðið meistari. Einvígi verður á milli hans og Miko Hirvonen. "Ég fékk ekki ofurskírteini frá FIA og fæ því ekki að keppa. Það er heldur ólíklegt að svipað tækifæri komi upp á borðið, en þar sem báðum stigamótum var raunverulega lokið, að þá var þetta kjörið. En ég græt þetta ekki og einbeiti mér í staðinn að rallmótinu um helgina", sagði Loeb. Um aðra helgi fer fram fyrsta rallmótið í Abu Dhabi og til stóð að Loeb tæki sæti annars Torro Rosso ökumannsins, en Red Bull sem á liðið hefur stutt Loeb síðustu ár. Þetta átti að vera gjöf fyrirtækisins til Loeb fyrir allt titlanna sem hann hefur unnið í rallakstri. "Ég mun grípa annað tækifæri til að keyra Formúlu 1 bíl ef það gefst. En það er spennandi rallkeppni framundan og jafnvel meira spennandi en kappakstur, þannig að ég er bara sáttur", sagði Loeb. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
FIA hefur hafnað Sebastian Loeb um leyfi til að keppa í Formúlu 1 mótinu í Abu Dhabi, en Torro Rosso liðið hefur unnið að því að fá heimsmeistarann um borð í bíl sinn í lokamót ársins. En FIA telur að Loeb uppfylli ekki þau skilyrði sem til þarf til að fá ofurskírteinið svokallaða sem Formúlu 1 ökumenn þurfa til að geta keppt. Loeb er margfaldur meistari í rallakstri og keppir um helgina í lokamótinu í heimsmeistaramótinu í Bretlandi og gæti orðið meistari. Einvígi verður á milli hans og Miko Hirvonen. "Ég fékk ekki ofurskírteini frá FIA og fæ því ekki að keppa. Það er heldur ólíklegt að svipað tækifæri komi upp á borðið, en þar sem báðum stigamótum var raunverulega lokið, að þá var þetta kjörið. En ég græt þetta ekki og einbeiti mér í staðinn að rallmótinu um helgina", sagði Loeb. Um aðra helgi fer fram fyrsta rallmótið í Abu Dhabi og til stóð að Loeb tæki sæti annars Torro Rosso ökumannsins, en Red Bull sem á liðið hefur stutt Loeb síðustu ár. Þetta átti að vera gjöf fyrirtækisins til Loeb fyrir allt titlanna sem hann hefur unnið í rallakstri. "Ég mun grípa annað tækifæri til að keyra Formúlu 1 bíl ef það gefst. En það er spennandi rallkeppni framundan og jafnvel meira spennandi en kappakstur, þannig að ég er bara sáttur", sagði Loeb. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira