Viðskipti erlent

Starfsmenn Wal-Mart fá 228 milljarða í bónusgreiðslur

Vöruhúsakeðjan Wal-Mart í Bandaríkjunum hefur ákveðið að greiða 2 milljarða dollara eða 228 milljarða kr. í bónusgreiðslur sem skiptast jafnt milli allra starfsmanna keðjunnar.

Wal-Mart er eitt af fáum fyrirtækjum í Bandríkjunum sem notið hafa góðs af fjármálakreppunni þar í landi þar sem viðskiptin hafa rokið upp. Skilaði Wal-Mart methagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.

Að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar munu um ein milljón starfsmanna Wal-Mart fá bónus á næstunni og er bæði um að ræða reiðufé og hlutabréf í keðjunni. Bónusinn nú er 67% hærri en hann var á síðasta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×