Evrópski seðlabankinn byggir upp risavaxinn varasjóð 20. mars 2009 11:24 Evrópski seðlabankinn (ECB) er nú að byggja upp risavaxinn varasjóð sem hægt verður að greiða úr milljarða evra á innan 24 klukkustunda ef þörf er á. Samkvæmt frétt um málið á business.dk er markmiðið með sjóðnum einkum að forða þjóðum innan Evrópubandalagsins frá þjóðargjaldþroti. Í fyrstu er ætlunin að nota sjóðinn til að bjarga Írlandi frá þessum örlögum og ef til vill Grikklandi síðar meir. Fari þessar þjóðir í gjaldþrot er talin hætta á að slíkt myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ESB og raunar hætta á að bandalagið myndi liðast í sundur við slíkt. Það er þýski stjórnmálamaðurinn Otto Bernhardt, meðlimur CDU flokks Angelu Markel kanslara Þýskalands, sem hefur greint frá þessum áætlunum. Hann segir í samtali við Reuters að útgangspunkturinn sé að engin þjóð innan myntsamstarfs ESB megi komast í þrot. Sem fyrr segir eru Írland og Grikkland talin í mikilli hættu á að komast í þrot. Nefnt er að munurinn á vöxtum á ríkisskuldabréfum Þýskalands og Grikklands er nú eitt prósentustig en munurinn var lengi 0,25%. Og hvað Írland varðar hefur því landi ítrekað verið líkt við Ísland og að Írum bíði sömu örlög og íslensku þjóðarinnar. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópski seðlabankinn (ECB) er nú að byggja upp risavaxinn varasjóð sem hægt verður að greiða úr milljarða evra á innan 24 klukkustunda ef þörf er á. Samkvæmt frétt um málið á business.dk er markmiðið með sjóðnum einkum að forða þjóðum innan Evrópubandalagsins frá þjóðargjaldþroti. Í fyrstu er ætlunin að nota sjóðinn til að bjarga Írlandi frá þessum örlögum og ef til vill Grikklandi síðar meir. Fari þessar þjóðir í gjaldþrot er talin hætta á að slíkt myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ESB og raunar hætta á að bandalagið myndi liðast í sundur við slíkt. Það er þýski stjórnmálamaðurinn Otto Bernhardt, meðlimur CDU flokks Angelu Markel kanslara Þýskalands, sem hefur greint frá þessum áætlunum. Hann segir í samtali við Reuters að útgangspunkturinn sé að engin þjóð innan myntsamstarfs ESB megi komast í þrot. Sem fyrr segir eru Írland og Grikkland talin í mikilli hættu á að komast í þrot. Nefnt er að munurinn á vöxtum á ríkisskuldabréfum Þýskalands og Grikklands er nú eitt prósentustig en munurinn var lengi 0,25%. Og hvað Írland varðar hefur því landi ítrekað verið líkt við Ísland og að Írum bíði sömu örlög og íslensku þjóðarinnar.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira