Viðskipti erlent

Atvinnuleysið 7,6% í Bandaríkjunum

Fjöldi fólks þarf að skrá sig atvinnulaust þessa dagana.
Fjöldi fólks þarf að skrá sig atvinnulaust þessa dagana.

Atvinnuleysi jókst meira í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en í nokkrum mánuði frá því árið 1974, segir á vef breska blaðsins Times. Samkvæmt opinberum gögnum sem voru birt í Washington misstu tæplega 600 þúsund Bandaríkjamenn vinnuna í janúar. Fór atvinnuleysið þar með upp í 7,6%. Atvinnuleysið vestanhafs er nú það mesta sem hefur verið frá því árið 1992. Um 3,6 milljónir hafa misst vinnuna frá því að kreppan hófst og hefur atvinnuleysið ekki aukist eins mikið í einni lotu síðan í seinni heimsstyrjöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×