Skuldir og ábyrgðarleysi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 21. ágúst 2009 03:00 Hver vill ekki lækka skuldir sínar á tímum hækkandi höfuðstóls, minnkandi tekna og lækkandi eignaverðs? Við aðstæður sem þessar verða þau sem ábyrgð bera á stjórn ríkisins að stíga varlega til jarðar og lofa ekki meiru en hægt er að standa við. Annað er ábyrgðarleysi. Þetta sjónarmið á Guðmundur Steingrímsson greinilega erfitt með að skilja. Ríkisstjórnin hefur í sínum aðgerðum lagt áherslu á að aðstoða fólk í greiðsluvanda, m.a. vegna tekjutaps og hækkandi greiðslubyrði. Hér er það greiðslugetan sem skiptir máli. Í vor voru einnig sett lög um greiðsluaðlögun sem m.a. felur í sér niðurfellingu skulda. Framsóknarflokkurinn hefur boðað almenna 20% niðurfellingu skulda einstaklinga og fyrirtækja. Þessi almenna töfralausn átti þess utan ekki að kosta neitt! Gallinn við þessar tillögur blasir við: Sum fyrirtæki og einstaklingar þurfa meira en 20% niðurfellingu skulda á meðan aðrir þurfa minna eða alls ekkert. Það er ljóst að bankarnir hafa afskrifað og munu á næstu misserum afskrifa mikið af skuldum, en getan til afskrifta er takmörkuð og því nauðsynlegt að nýta hana með skynsamlegum hætti. Það er því ekki annað en ódýrt mælskubragð af hálfu Guðmundar að gefa í skyn að ríkisstjórnin leggist „gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila“. Alvarlegasti annmarkinn á tillögum Framsóknarflokksins er þó sá að hafa aldrei útskýrt hvernig ætti að fjármagna almenna niðurfærslu á lánum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna eða Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ég skora hér með á Guðmund að hætta nú gasprinu og útskýra hvar hann ætlar að sækja fjármagn til almennrar niðurfærslu hjá þessum aðilum. Þegar hann hefur útskýrt það getur hann sakað mig um skilningsleysi. Fyrr ekki. Stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að vinna á skuldavanda heimilanna. Staðan er erfiðust hjá þeim sem eru með gengisbundin lán og þeim sem fjárfestu í húsnæði á hátindi eignabólunnar og áttu lítið eigið fé. Það tekur tíma að leysa þennan vanda en skilningsleysi stjórnvalda er ekki fyrirstaðan. Höfundur er þingkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hver vill ekki lækka skuldir sínar á tímum hækkandi höfuðstóls, minnkandi tekna og lækkandi eignaverðs? Við aðstæður sem þessar verða þau sem ábyrgð bera á stjórn ríkisins að stíga varlega til jarðar og lofa ekki meiru en hægt er að standa við. Annað er ábyrgðarleysi. Þetta sjónarmið á Guðmundur Steingrímsson greinilega erfitt með að skilja. Ríkisstjórnin hefur í sínum aðgerðum lagt áherslu á að aðstoða fólk í greiðsluvanda, m.a. vegna tekjutaps og hækkandi greiðslubyrði. Hér er það greiðslugetan sem skiptir máli. Í vor voru einnig sett lög um greiðsluaðlögun sem m.a. felur í sér niðurfellingu skulda. Framsóknarflokkurinn hefur boðað almenna 20% niðurfellingu skulda einstaklinga og fyrirtækja. Þessi almenna töfralausn átti þess utan ekki að kosta neitt! Gallinn við þessar tillögur blasir við: Sum fyrirtæki og einstaklingar þurfa meira en 20% niðurfellingu skulda á meðan aðrir þurfa minna eða alls ekkert. Það er ljóst að bankarnir hafa afskrifað og munu á næstu misserum afskrifa mikið af skuldum, en getan til afskrifta er takmörkuð og því nauðsynlegt að nýta hana með skynsamlegum hætti. Það er því ekki annað en ódýrt mælskubragð af hálfu Guðmundar að gefa í skyn að ríkisstjórnin leggist „gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila“. Alvarlegasti annmarkinn á tillögum Framsóknarflokksins er þó sá að hafa aldrei útskýrt hvernig ætti að fjármagna almenna niðurfærslu á lánum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna eða Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ég skora hér með á Guðmund að hætta nú gasprinu og útskýra hvar hann ætlar að sækja fjármagn til almennrar niðurfærslu hjá þessum aðilum. Þegar hann hefur útskýrt það getur hann sakað mig um skilningsleysi. Fyrr ekki. Stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að vinna á skuldavanda heimilanna. Staðan er erfiðust hjá þeim sem eru með gengisbundin lán og þeim sem fjárfestu í húsnæði á hátindi eignabólunnar og áttu lítið eigið fé. Það tekur tíma að leysa þennan vanda en skilningsleysi stjórnvalda er ekki fyrirstaðan. Höfundur er þingkona.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun