„Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 21. ágúst 2009 10:38 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. Orðum sínum beindi hún til þingmanns Samfylkingar, Sigmundar Ernis Rúnarsonar, sem fullyrti að spurningar Ragnheiðar væru svo stórkostlegar að hann gæti ekki munað þær allar. Það var áður en hann yfirgaf ræðustól með orðin „Ég ætla ekki að taka þátt í þessari umræðu meira" á vörunum eftir að hrópað hafði verið að honum úr sal að hann hefði starfað fyrir auðmenn. Spurningarnar sem Ragnheiður hafði lagt fyrir Sigmund voru: Hvert var hlutverk hans í fjárlaganefnd, hvað lagði hann þar til, hver er skoðun hans á orðum Jóns Sigurðssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, þegar hann sagði að bankakerfið væri heilbrigt í maí á síðasta ári og hver er skoðun hans á orðum fyrrum formanns Samfylkingarinnar þegar hún sagði enga kreppu á Íslandi skömmu fyrir hrun. Þá spurði hún einnig hvað hann hefði átt við þegar hann fullyrti að hann væri laus undan oki auðmanna áður en hann fór í framboð. Þegar Ragnheiður gekk á eftir svörum við spurningunum sagðist Sigmundur ekki ætla að svara fyrir Jón Sigurðsson eða Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, enda hefði hann ekki verið genginn í Samfylkinguna þegar orð þeirra féllu. Upphaf sennunnar má rekja til ræðu Sigmundar í þinginu fyrr um kvöldið þar sem hann sagði Icesave málið minnisvarða um mistök valdsins. Umræðurnar má sjá hér, en þær hefjast með ræðu Sigmundar klukkan 22:55. Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
„Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. Orðum sínum beindi hún til þingmanns Samfylkingar, Sigmundar Ernis Rúnarsonar, sem fullyrti að spurningar Ragnheiðar væru svo stórkostlegar að hann gæti ekki munað þær allar. Það var áður en hann yfirgaf ræðustól með orðin „Ég ætla ekki að taka þátt í þessari umræðu meira" á vörunum eftir að hrópað hafði verið að honum úr sal að hann hefði starfað fyrir auðmenn. Spurningarnar sem Ragnheiður hafði lagt fyrir Sigmund voru: Hvert var hlutverk hans í fjárlaganefnd, hvað lagði hann þar til, hver er skoðun hans á orðum Jóns Sigurðssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, þegar hann sagði að bankakerfið væri heilbrigt í maí á síðasta ári og hver er skoðun hans á orðum fyrrum formanns Samfylkingarinnar þegar hún sagði enga kreppu á Íslandi skömmu fyrir hrun. Þá spurði hún einnig hvað hann hefði átt við þegar hann fullyrti að hann væri laus undan oki auðmanna áður en hann fór í framboð. Þegar Ragnheiður gekk á eftir svörum við spurningunum sagðist Sigmundur ekki ætla að svara fyrir Jón Sigurðsson eða Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, enda hefði hann ekki verið genginn í Samfylkinguna þegar orð þeirra féllu. Upphaf sennunnar má rekja til ræðu Sigmundar í þinginu fyrr um kvöldið þar sem hann sagði Icesave málið minnisvarða um mistök valdsins. Umræðurnar má sjá hér, en þær hefjast með ræðu Sigmundar klukkan 22:55.
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira