Viðskipti erlent

Ferðaskrifstofa gjaldþrota áður en fyrsta ferðin seldist

Mosaik Travel, ferðaskrifstofa í Kaupmannahöfn, hefur verið úrskurðuð gjaldþrota áður en henni tókst að selja eina einustu ferð á sínum vegum.

Í frétt um málið á vefsíðunni Take Off segir að Mosaik Travel hafi ætlað að sérhæfa sig í ferðum til Túnis en tókst ekki að selja neina ferð þangað. Ferðaskrifstofan, sem skilaði tapi upp á eina milljón danskra kr. á síðasta ári, er sú áttunda sem verður gjaldþrota í Danmörku í ár.

Fram kemur í Take Off að menn velta vöngum yfir því hvernig Mosaik Travel tókst að skila tapi upp á eina milljón þrátt fyrir að hafa ekki selt neinar ferðir. Uppgjör skrifstofunnar fyrir síðasta ári veiti ekki nein svör við þeirri spurningu.

Ekki er mögulegt að finna upplýsingar um gjaldþrot Mosaik Travel á heimasíðu skrifstofunnar en síðan virðist enn í smíðum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×