Torro Rosso staðfesti í dag tvítugan ökumann sem keppenda hjá liðinu 2009. Það er Sebastian Buemi sem hefur verið þróunarökumaður Red Bull.
Torro Rosso menn hafa ekki enn afráðið hvaða ökumaður verður með Buemi, en nokkrir koma til greina. Sebastian Bourdais bíður þess hvort hann fær starf áfram hjá liðinu, en Sebastian Vettel hefur verið ráðinn hjá Red Bull.
Buemi keppti í GP 2 mótaröðinni í fyrra og er fyrstu svissneski ökumaðurinn í Formúlu 1 í áratugi.