Verður Boston nítjánda fórnarlamb Cleveland í röð? 9. janúar 2009 16:40 Paul Pierce og LeBron James leiða saman hesta sína á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt NordicPhotos/GettyImages Sannkallaður risaleikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt þegar Cleveland tekur á móti meisturum Boston. Cleveland hefur unnið átján leiki í röð á heimavelli sínum Quicken Loans Arena. Cleveland er í efsta sæti NBA deildarinnar ásamt LA Lakers með 28 sigra og aðeins sex töp, en Boston er ekki langt þar á eftir með 29 sigra og átta töp. Meistararnir hafa hinsvegar verið langt frá sínu besta upp á síðkastið og hafa tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir ótrúlega 27-2 byrjun. Það má því segja að Quicken Loans Arena með 20,000 öskrandi aðdáendur Cleveland sé góður staður fyrir meistara Boston til að hrökkva í gang á ný. "Þetta er ekki slæm prófraun fyrir okkur. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Cleveland er að spila ótrúlega vel um þessar mundir. Kannski verður þessi leikur til að kveikja í okkur aftur - hver veit?" sagði Doc Rivers þjálfari Boston. Boston og Cleveland eru langbestu liðin í Austurdeildinni ef tekið er mið af töflunni og þau mættust í sögulegu einvígi í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrravor. Boston hafði þá betur í sjö leikja rimmu þar sem liðið kláraði dæmið á heimavelli í oddaleik. "Við munum enn eftir þessu einvígi, en menn verða að halda áfram ótrauðir. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr fortíðinni í þessari deild," sagði LeBron James hjá Cleveland sem margir kalla besta körfuboltamann heims í dag. Paul Pierce fyrirliði Boston og besti maður lokaúrslitanna í fyrra, veit alveg við hverju má búast í Cleveland í kvöld. "Þetta er lið sem við sigruðum í úrslitakeppninni í fyrra. Þeir eru besta heimavallarliðið í deildinni og hafa eflaust hlakkað mikið til þessa leiks. Þeir munu mæta okkur af mikilli hörku og við verðum að svara þeim, því við vitum vel að þessi lið munu væntanlega mætast fyrr eða síðar í úrslitakeppninni," sagði Pierce. Bæði lið eru með flesta sína menn heila en þó leikur Cleveland án miðherjans Zydrunas Illgauskas sem er meiddur og hefur Brasilíumaðurinn Anderson Varejao fyllt stöðu hans í byrjunarliðinu. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
Sannkallaður risaleikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt þegar Cleveland tekur á móti meisturum Boston. Cleveland hefur unnið átján leiki í röð á heimavelli sínum Quicken Loans Arena. Cleveland er í efsta sæti NBA deildarinnar ásamt LA Lakers með 28 sigra og aðeins sex töp, en Boston er ekki langt þar á eftir með 29 sigra og átta töp. Meistararnir hafa hinsvegar verið langt frá sínu besta upp á síðkastið og hafa tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir ótrúlega 27-2 byrjun. Það má því segja að Quicken Loans Arena með 20,000 öskrandi aðdáendur Cleveland sé góður staður fyrir meistara Boston til að hrökkva í gang á ný. "Þetta er ekki slæm prófraun fyrir okkur. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Cleveland er að spila ótrúlega vel um þessar mundir. Kannski verður þessi leikur til að kveikja í okkur aftur - hver veit?" sagði Doc Rivers þjálfari Boston. Boston og Cleveland eru langbestu liðin í Austurdeildinni ef tekið er mið af töflunni og þau mættust í sögulegu einvígi í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrravor. Boston hafði þá betur í sjö leikja rimmu þar sem liðið kláraði dæmið á heimavelli í oddaleik. "Við munum enn eftir þessu einvígi, en menn verða að halda áfram ótrauðir. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr fortíðinni í þessari deild," sagði LeBron James hjá Cleveland sem margir kalla besta körfuboltamann heims í dag. Paul Pierce fyrirliði Boston og besti maður lokaúrslitanna í fyrra, veit alveg við hverju má búast í Cleveland í kvöld. "Þetta er lið sem við sigruðum í úrslitakeppninni í fyrra. Þeir eru besta heimavallarliðið í deildinni og hafa eflaust hlakkað mikið til þessa leiks. Þeir munu mæta okkur af mikilli hörku og við verðum að svara þeim, því við vitum vel að þessi lið munu væntanlega mætast fyrr eða síðar í úrslitakeppninni," sagði Pierce. Bæði lið eru með flesta sína menn heila en þó leikur Cleveland án miðherjans Zydrunas Illgauskas sem er meiddur og hefur Brasilíumaðurinn Anderson Varejao fyllt stöðu hans í byrjunarliðinu.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira