Innlent

Fær sér hund eins og Obama

Verðandi forseti Bandaríkjanna og nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins. Myndin er samett.
Verðandi forseti Bandaríkjanna og nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins. Myndin er samett.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinn og kaupa hund nú þegar hann er orðinn formaður flokksins. Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst einnig kaupa hund á næstunni. ,,Hvað þetta varðar eru allavega líkindi með okkur," sagði Sigmundur í þættinum Í bítið í morgun.

Sigmundur var óvænt kjörinn formaður Framsóknarflokksins í gær en tæpur mánuður er síðan hann gekk í flokkinn.

,,Líklega þarf maður að fara að finna sér eitthvað nýtt til að geta aðeins kúplað sig frá pólitíkinni. Nú stendur til að við eignumst hund á heimilinu. Það er þannig tilkomið að ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna," sagði Sigmundur.

Obama og eiginkona hans Michelle gáfu dætrum sínum svipað loforð en þau lofðu þeim Malíu og Söshu í kosningabaráttunni að fjölskyldan myndi kaupa hund næði faðir þeirra kjöri. Obama sver embættiseið sem næsti forseti Bandaríkjanna á morgun og framhaldinu flyst fjölskyldan í Hvíta húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×