Formúla 1

Tvær frumsýningar Formúlu 1 liða

Alonso og Piquet svipta hulunni af 2009 Renault bílnum í Portúgal í morgun.
Alonso og Piquet svipta hulunni af 2009 Renault bílnum í Portúgal í morgun.

Tvð Formúlu 1 lið frumsýndu 2009 Formúlu 1 bíla sína á Portimao brautinni í Portúgal í dag. Renault og Williams mættu með bíla sína út undir bert loft í fyrsta skipti.

Frumsýning Renault hefur gegnum tíðina verið tilkomumikill, en þetta árið kaus liðið að frumsýna bílinn á fyrstu æfingu keppnisliða á þessu ári. Ökumenn liðsins, Fernando Alonso og Nelson Piquet drógu seglið sem huldi bílinn af honum áður en Piquet tók til viið fyrsta aksturinn.

Frumsýning Williams var enn tilkomuminni, en bíllinn verður formlega kynntur í febrúar í réttum litum. Þróunarökumaður liðsins, Nico Hulkenberger keyrir Williams bílinn á æfingunni í dag. Ökumenn Williams í ár eru Nico Rosberg og Kazuki Nakajima, en Toyota mun sem fyrr sjá liðinu fyrir vélum.

Keppnisliðin sem hafa frumsýnt bíla sína munu æfa á Portimao brautinni næstu daga, en blautt var á brautinni í morgun. BMW frumsýnir bíl sinn á morgun.

Sjá meira um frumsýningar liða










Fleiri fréttir

Sjá meira


×