Bretar reyna að bjarga bankakerfinu 19. janúar 2009 12:01 Stjórnvöld í Bretlandi kynnu í morgun nýjar aðgerðir til bjargar bankakerfinu þar í landi. Þetta er í annað sinn sem það er gert á þremur mánuðum. Með þessu á að fá fjármálastofnanir til að lána fólki og fyrirtækjum aftur. Ekki hefur verið mikið um lánveitingar í Bretaveldi síðan kreppan skall á. Gengi pundsins hefur verið að hrynja og nú í morgun tilkynnti Royal Bank of Scotland að bankinn hefði tapað rúmlega tuttugu milljörðum punda í fyrra sem er stærsta tap í breskri fyrirtækjasögu. Verð á bréfum í bankanum hefur hrunið í morgun um fjörutíu prósent vegna þessa. Fastlega er búist við að breska ríkið eignist stærri hlut í bankanum vegna þessa en það á fyrir tæp sextíu prósent. Það yrði liður í nýrri bankabjörgun sem kynnt var í morgun. Fjármálastofnunum verðu gert mögulegt að tryggja sig gegn tapi á áhættusömum fjárfestinum. Fimmtíu milljarða punda sjóður verður stofnaður en fé úr honum verður notað til að kaupa hlutabréf til að tryggja að fé flæði um fjármálakerfið að nýju. Englandsbanki muni einnig veita fé í kerfið. Breska ríkið varði nærri fjörutíu milljörðum punda í bankabjörgun í október en það virðist ekki hafa dugað. Búist er við að fjármálaráðuneytið breska birti tölur í vikunni sem staðfesti formlega að efnahagslægð sé skollin á í Bretlandi í fyrsta sinn síðan 1992. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi kynnu í morgun nýjar aðgerðir til bjargar bankakerfinu þar í landi. Þetta er í annað sinn sem það er gert á þremur mánuðum. Með þessu á að fá fjármálastofnanir til að lána fólki og fyrirtækjum aftur. Ekki hefur verið mikið um lánveitingar í Bretaveldi síðan kreppan skall á. Gengi pundsins hefur verið að hrynja og nú í morgun tilkynnti Royal Bank of Scotland að bankinn hefði tapað rúmlega tuttugu milljörðum punda í fyrra sem er stærsta tap í breskri fyrirtækjasögu. Verð á bréfum í bankanum hefur hrunið í morgun um fjörutíu prósent vegna þessa. Fastlega er búist við að breska ríkið eignist stærri hlut í bankanum vegna þessa en það á fyrir tæp sextíu prósent. Það yrði liður í nýrri bankabjörgun sem kynnt var í morgun. Fjármálastofnunum verðu gert mögulegt að tryggja sig gegn tapi á áhættusömum fjárfestinum. Fimmtíu milljarða punda sjóður verður stofnaður en fé úr honum verður notað til að kaupa hlutabréf til að tryggja að fé flæði um fjármálakerfið að nýju. Englandsbanki muni einnig veita fé í kerfið. Breska ríkið varði nærri fjörutíu milljörðum punda í bankabjörgun í október en það virðist ekki hafa dugað. Búist er við að fjármálaráðuneytið breska birti tölur í vikunni sem staðfesti formlega að efnahagslægð sé skollin á í Bretlandi í fyrsta sinn síðan 1992.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira