Innlent

Á þriðja tug mótmælir fyrir framan lögreglustöðina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls voru 22 handteknir á Vatnsstíg í morgun. Handtökunum var mótmælt við lögreglustöðina í dag. Mynd/ V. Grettisson.
Alls voru 22 handteknir á Vatnsstíg í morgun. Handtökunum var mótmælt við lögreglustöðina í dag. Mynd/ V. Grettisson.
Mótmælendur komu saman til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötuna um hálftvöleytið í dag. Ástæðan fyrir mótmælunum er handtaka hússtökufólksins á Vatnsstíg fyrr í dag. Alls voru 22 handteknir í aðgerðum lögreglunnar sem voru umfangsmiklar. Lögreglan beitti þar vélsög og kúbein til þess að brjóta sér leið upp á aðra hæð hússins við Vatnsstíg. Að sögn lögreglunnar eru á milli 20 - 30 manns fyrir framan lögreglustöðina og fara mótmælin þar friðsamlega fram.




Tengdar fréttir

Boða til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina

Stjórnleysingjar hafa boðað til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötuna en tilkynningar um það má finna á tveim heimasíðum, önnur þeirra er vefritið NEI.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×