Baldur: Leikskipulagið gekk frábærlega upp Ómar Þorgeirsson skrifar 16. júlí 2009 22:31 Baldur Sigurðsson í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Mývetningurinn Baldur Sigurðsson skoraði fyrra mark KR í 2-0 sigrinum á Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Baldur var óþreytandi í hlaupum sínum og vinnuframlagi fyrir KR og var að vonum sáttur í leikslok. „Ég er gríðarlega sáttur eftir þennan leik og það má segja að allt hafi gengið upp hjá okkur. Það er líka enn sætara að vinna svona leiki þegar maður er gjörsamlega búinn í leikslok eftir öll hlaupin. Leikskipulagið tókst frábærlega hjá okkur í kvöld. Við náðum að þétta miðjuna vel hjá okkur því við vissum að þeir yrðu með þrjá menn þar sem væru tæknilega góðir og vildu spila mikið af þríhyrningum og svoleiðis en okkur tókst að loka á það," segir Baldur ánægður. Baldur veit þó fyrir víst að KR-ingar eiga enn langt í land með að tryggja sig áfram þrátt fyrir frábæran sigur í kvöld. „Það er enn mikið eftir af þessu og við gerum okkur grein fyrir því að leikurinn úti verður mjög erfiður. Við eigum örugglega eftir að spila þarna í miklum hita og þeir verða með brjálaða gríska aðdáendur á bak við sig. Við tökum samt mikið frá þessum leik í kvöld og þurfum að spila sama leik úti. Þeir þurfa að skora þrjú mörk á okkur til þess að komast áfram og staða okkar er því vissulega góð," segir Baldur að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Mývetningurinn Baldur Sigurðsson skoraði fyrra mark KR í 2-0 sigrinum á Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Baldur var óþreytandi í hlaupum sínum og vinnuframlagi fyrir KR og var að vonum sáttur í leikslok. „Ég er gríðarlega sáttur eftir þennan leik og það má segja að allt hafi gengið upp hjá okkur. Það er líka enn sætara að vinna svona leiki þegar maður er gjörsamlega búinn í leikslok eftir öll hlaupin. Leikskipulagið tókst frábærlega hjá okkur í kvöld. Við náðum að þétta miðjuna vel hjá okkur því við vissum að þeir yrðu með þrjá menn þar sem væru tæknilega góðir og vildu spila mikið af þríhyrningum og svoleiðis en okkur tókst að loka á það," segir Baldur ánægður. Baldur veit þó fyrir víst að KR-ingar eiga enn langt í land með að tryggja sig áfram þrátt fyrir frábæran sigur í kvöld. „Það er enn mikið eftir af þessu og við gerum okkur grein fyrir því að leikurinn úti verður mjög erfiður. Við eigum örugglega eftir að spila þarna í miklum hita og þeir verða með brjálaða gríska aðdáendur á bak við sig. Við tökum samt mikið frá þessum leik í kvöld og þurfum að spila sama leik úti. Þeir þurfa að skora þrjú mörk á okkur til þess að komast áfram og staða okkar er því vissulega góð," segir Baldur að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira