Reiðin sem förunautur Margrét kristmannsdóttir skrifar 16. júlí 2009 06:00 Á undanförnum mánuðum hefur okkur sennilega flestum liðið svipað; orðið öskureið, pirruð, döpur og leið og hugsað upphátt: „Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?" Flestir hafa blótað útrásarvíkingunum, bankastjórunum, ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og fleirum bæði upphátt og í hljóði. Það er rifist og skammast á kaffistofum, í fjölskylduboðum, í fjölmiðlum, á netinu - á flestum stöðum þar sem menn tjá skoðanir sínar. En reiðin er ekki góður förunautur. Í fyrsta lagi eru fáir sérlega skemmtilegir þannig og í öðru lagi breytist ástandið lítið við að láta reiðina taka völdin. En það sem skiptir þó mestu máli er að sjálfum líður okkur ekkert vel þegar við erum reið og hverjum hugnast að búa í þjóðfélagi þar sem allir eru reiðir og neikvæðir - hverjum hugnast að ala börn sín upp í þannig þjóðfélagi? Við Íslendingar þurfum að hafa í huga að þrátt fyrir allt höfum við það mjög gott. Langstærsti hluti jarðarbúa vildi án lítillar umhugsunar hafa vistaskipti við okkur þrátt fyrir þær þrengingar sem við erum að ganga í gegnum, en þessari staðreynd gleymum við oft. Það mun segja mikið um okkur sem þjóð hvernig við tökumst á við núverandi aðstæður - hvaða karakter við höfum að geyma. Ætlum við að halda áfram að fara þetta á hnefanum eða ætlum við að snúa bökum saman og vinna okkur út úr þessu sem einn maður? En það mun ekki síður segja mikið um orðstír okkar á komandi áratugum hvernig við vinnum okkur út úr núverandi stöðu. Ætlum við ofan á gríðarlega skuldsetningu komandi kynslóða að skilja þær eftir með svert mannorð á alþjóðavettvangi? Það er ótrúlega mikið til í því orðatiltæki að „eftir höfðinu dansi limirnir" og þessa dagana er fátt dapurlegra en að fylgjast með störfum Alþingis og kannski ekki að undra að þjóðin er í því ástandi sem hún er þegar horft er til þeirra sem við höfum valið að leiða okkur út úr núverandi þrengingum. Flestir stjórnmálamenn eru þó vafalítið að gera sitt besta í erfiðri stöðu en allt of margir þurfa að taka sig saman í andlitinu og átta sig á því að þetta er ekki tími hinna stóru hugmyndafræðilegu sigra. Þeir verða að átta sig á því að þeir eru ekki eingöngu framsóknarmenn, samfylkingarmenn, sjálfstæðismenn, vinstri grænir eða í Borgarahreyfingunni - þeir eru fyrst og fremst Íslendingar og að setja verður þjóðarhag ofar flokkshagsmunum. Við núverandi aðstæður verða stjórnmálamenn að leggja til hliðar venjulegt argaþras. Fátt myndi skipta eins miklu fyrir baráttuanda þjóðarinnar en að horfa til samhentrar liðsheildar á Alþingi. Aðilar vinnumarkaðarins ákváðu með stöðugleikasáttmálanum að leggja til hliðar sínar ýtrustu kröfur, snúa bökum saman og vinna sig í sameiningu út úr hruninu. Er til of mikils mælst að alþingismenn geri slíkt hið sama? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur okkur sennilega flestum liðið svipað; orðið öskureið, pirruð, döpur og leið og hugsað upphátt: „Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?" Flestir hafa blótað útrásarvíkingunum, bankastjórunum, ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og fleirum bæði upphátt og í hljóði. Það er rifist og skammast á kaffistofum, í fjölskylduboðum, í fjölmiðlum, á netinu - á flestum stöðum þar sem menn tjá skoðanir sínar. En reiðin er ekki góður förunautur. Í fyrsta lagi eru fáir sérlega skemmtilegir þannig og í öðru lagi breytist ástandið lítið við að láta reiðina taka völdin. En það sem skiptir þó mestu máli er að sjálfum líður okkur ekkert vel þegar við erum reið og hverjum hugnast að búa í þjóðfélagi þar sem allir eru reiðir og neikvæðir - hverjum hugnast að ala börn sín upp í þannig þjóðfélagi? Við Íslendingar þurfum að hafa í huga að þrátt fyrir allt höfum við það mjög gott. Langstærsti hluti jarðarbúa vildi án lítillar umhugsunar hafa vistaskipti við okkur þrátt fyrir þær þrengingar sem við erum að ganga í gegnum, en þessari staðreynd gleymum við oft. Það mun segja mikið um okkur sem þjóð hvernig við tökumst á við núverandi aðstæður - hvaða karakter við höfum að geyma. Ætlum við að halda áfram að fara þetta á hnefanum eða ætlum við að snúa bökum saman og vinna okkur út úr þessu sem einn maður? En það mun ekki síður segja mikið um orðstír okkar á komandi áratugum hvernig við vinnum okkur út úr núverandi stöðu. Ætlum við ofan á gríðarlega skuldsetningu komandi kynslóða að skilja þær eftir með svert mannorð á alþjóðavettvangi? Það er ótrúlega mikið til í því orðatiltæki að „eftir höfðinu dansi limirnir" og þessa dagana er fátt dapurlegra en að fylgjast með störfum Alþingis og kannski ekki að undra að þjóðin er í því ástandi sem hún er þegar horft er til þeirra sem við höfum valið að leiða okkur út úr núverandi þrengingum. Flestir stjórnmálamenn eru þó vafalítið að gera sitt besta í erfiðri stöðu en allt of margir þurfa að taka sig saman í andlitinu og átta sig á því að þetta er ekki tími hinna stóru hugmyndafræðilegu sigra. Þeir verða að átta sig á því að þeir eru ekki eingöngu framsóknarmenn, samfylkingarmenn, sjálfstæðismenn, vinstri grænir eða í Borgarahreyfingunni - þeir eru fyrst og fremst Íslendingar og að setja verður þjóðarhag ofar flokkshagsmunum. Við núverandi aðstæður verða stjórnmálamenn að leggja til hliðar venjulegt argaþras. Fátt myndi skipta eins miklu fyrir baráttuanda þjóðarinnar en að horfa til samhentrar liðsheildar á Alþingi. Aðilar vinnumarkaðarins ákváðu með stöðugleikasáttmálanum að leggja til hliðar sínar ýtrustu kröfur, snúa bökum saman og vinna sig í sameiningu út úr hruninu. Er til of mikils mælst að alþingismenn geri slíkt hið sama?
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar