Umfjöllun: Nánast fullkominn leikur hjá KR-ingum Ómar Þorgeirsson skrifar 16. júlí 2009 22:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Larissa voru meira með boltann framan af leik, án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri. KR-ingar voru skipulagðir varnarlega, börðust vel og gáfu ekki mörg færi á sér en náðu illa að koma boltanum í spil til þess að byggja upp hættulegar sóknir. Þegar líða tók á hálfleikinn óx KR-ingum hins vegar ásmegin og þeir voru frískari en gestirnir, en sem fyrr létu markfærin standa á sér. Helsta ógn KR-inga í fyrri hálfleik kom upp úr föstum leikatriðum en inn vildi boltinn ekki og staðan var marklaus í hálfleik. Það dró heldur betur til tíðinda á 55. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson átti góðan sprett upp hægri kantinn og sendi fyrir markið á Baldur Sigurðsson sem afgreiddi boltann í netið af stuttu færi. Frábært mark hjá KR-ingum sem voru með fín tök á leiknum þegar þarna var komið við sögu og forystan því verðskulduð. Eftir markið geisluðu KR-ingar af sjálfstrausti og baráttugleði og spiluðu eins þeir sem valdið höfðu og Grikkirnir áttu engin svör. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks voru KR-ingar nálægt því að bæta við marki en Björgólfur Takefusa rétt missti þá af fyrirgjöf Gunnars Arnar. Björgólfur var aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Grikkja en skot hans fór talsvert framhjá markinu. Allt er þegar þrennt er og í uppbótartíma brást Björgólfi ekki bogalistin þegar hann innsiglaði frækinn 2-0 sigur KR-inga með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Bjarna Guðjónssyni. Sigur KR-inga var verðskuldaður og þeir uppskáru eins og þeir sáðu gegn sterkum andstæðingi eftir gríðarlega baráttu og vinnusemi frá fyrsta flauti. Það má segja að leikskipulag KR-inga hafi gengið nánast fullkomlega upp því skot Grikkjanna fóru flest langt yfir mark KR og þau sem rötuðu á markið greip Stefán Logi Magnússon sem var öryggið uppmálað í leiknum. Annars var allt KR-liðið að standa fyrir sínu í leiknum og rúmlega það og úrslitin mikill sigur fyrir KR og íslenska knattspyrnu.Tölfræðin:KR - AE Larissa 2-0 (0-0) 1-0 Baldur Sigurðsson (55.) 2-0 Björgólfur Takefusa (90.+2.) KR-völlur, áhorfendur ???? Dómari: Tomasz Mikulski frá Póllandi Skot (á mark): 9-15 (6-4) Varin skot: Stefán Logi 4 - Seremet 4 Horn: 2-2 Aukaspyrnur fengnar: 17-16 Rangstöður: 2-3KR (4-5-1) Stefán Logi Magnússon Skúli Jón Friðgeirsson Grétar Sigfinnur Sigurðsson Mark Rutgers Jordao Diogo Gunnar Örn Jónsson (77., Guðmundur Reynir Gunnarsson) Bjarni Guðjónsson Jónas Guðni Sævarsson Baldur Sigurðsson Óskar Örn Hauksson (86., Gunnar Kristjánsson) Guðmundur Benediktsson (72., Björgólfur Takefusa)AE Larissa (4-3-3) Dino Seremet Theodoros Tripotseris Naim Aarab Nikos Dabizas Michail Boukouvalas Romeu Walter Iglesias (66., Dimitrios Balis) Nikolaos Vlasopoulos Salim Toama Athanasios Tsigkas Aleksandar Simic (81., Savyas Siatravanis) Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Larissa voru meira með boltann framan af leik, án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri. KR-ingar voru skipulagðir varnarlega, börðust vel og gáfu ekki mörg færi á sér en náðu illa að koma boltanum í spil til þess að byggja upp hættulegar sóknir. Þegar líða tók á hálfleikinn óx KR-ingum hins vegar ásmegin og þeir voru frískari en gestirnir, en sem fyrr létu markfærin standa á sér. Helsta ógn KR-inga í fyrri hálfleik kom upp úr föstum leikatriðum en inn vildi boltinn ekki og staðan var marklaus í hálfleik. Það dró heldur betur til tíðinda á 55. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson átti góðan sprett upp hægri kantinn og sendi fyrir markið á Baldur Sigurðsson sem afgreiddi boltann í netið af stuttu færi. Frábært mark hjá KR-ingum sem voru með fín tök á leiknum þegar þarna var komið við sögu og forystan því verðskulduð. Eftir markið geisluðu KR-ingar af sjálfstrausti og baráttugleði og spiluðu eins þeir sem valdið höfðu og Grikkirnir áttu engin svör. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks voru KR-ingar nálægt því að bæta við marki en Björgólfur Takefusa rétt missti þá af fyrirgjöf Gunnars Arnar. Björgólfur var aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Grikkja en skot hans fór talsvert framhjá markinu. Allt er þegar þrennt er og í uppbótartíma brást Björgólfi ekki bogalistin þegar hann innsiglaði frækinn 2-0 sigur KR-inga með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Bjarna Guðjónssyni. Sigur KR-inga var verðskuldaður og þeir uppskáru eins og þeir sáðu gegn sterkum andstæðingi eftir gríðarlega baráttu og vinnusemi frá fyrsta flauti. Það má segja að leikskipulag KR-inga hafi gengið nánast fullkomlega upp því skot Grikkjanna fóru flest langt yfir mark KR og þau sem rötuðu á markið greip Stefán Logi Magnússon sem var öryggið uppmálað í leiknum. Annars var allt KR-liðið að standa fyrir sínu í leiknum og rúmlega það og úrslitin mikill sigur fyrir KR og íslenska knattspyrnu.Tölfræðin:KR - AE Larissa 2-0 (0-0) 1-0 Baldur Sigurðsson (55.) 2-0 Björgólfur Takefusa (90.+2.) KR-völlur, áhorfendur ???? Dómari: Tomasz Mikulski frá Póllandi Skot (á mark): 9-15 (6-4) Varin skot: Stefán Logi 4 - Seremet 4 Horn: 2-2 Aukaspyrnur fengnar: 17-16 Rangstöður: 2-3KR (4-5-1) Stefán Logi Magnússon Skúli Jón Friðgeirsson Grétar Sigfinnur Sigurðsson Mark Rutgers Jordao Diogo Gunnar Örn Jónsson (77., Guðmundur Reynir Gunnarsson) Bjarni Guðjónsson Jónas Guðni Sævarsson Baldur Sigurðsson Óskar Örn Hauksson (86., Gunnar Kristjánsson) Guðmundur Benediktsson (72., Björgólfur Takefusa)AE Larissa (4-3-3) Dino Seremet Theodoros Tripotseris Naim Aarab Nikos Dabizas Michail Boukouvalas Romeu Walter Iglesias (66., Dimitrios Balis) Nikolaos Vlasopoulos Salim Toama Athanasios Tsigkas Aleksandar Simic (81., Savyas Siatravanis)
Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira