Erlent

Framkvæmdastjórn ESB fagnar ákvörðun Alþingis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnar samþykki Alþingis Íslendinga fyrir aðildarumsókn að Evrópusambandinu, í yfirlýsingu sem gefin var út síðdegis.

Alþingi Íslendinga samþykkti í dag að sækja um aðild að ESB og hefja aðildarviðræður. Það voru 33 þingmenn sem greiddu atkvæði með tillögunni, 28 greiddu atkvæði á móti en tveir þingmenn, þær Guðfríður Lilja Grétarsdóttir úr VG og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir úr Sjálfstæðisflokki sátu hjá.

Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar ESB segir að Ísland sé Evrópuþjóð með sterkan lýðræðislegan bakgrunn. Það sé nú í höndum íslensku ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir ákvörðun Alþingis og sækja formlega um aðild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×