Bourdais rekinn frá Torro Rosso 16. júlí 2009 11:00 Sebastian Bourdais náði ekki að setja mark sitt á Formúlu 1. mynd: kappakstur.is Franski ökumaðurinn Sebastian Bourdais hefur verið sagt upp hjá Torro Rosso með formlegum hættum. Liðið tilkynnti þetta í dag. Bourdais varð fjórfaldur meistari í bandarísku Champ Car mótaröðinni og gekk til liðs við Torro Rosso í fyrra. Hann náði framhaldssamning fyrir þetta ár, en ljóst var að liðið var ekkert yfir sig hrifið af frammistöðu hans í fyrra. Þá hefur nýliðnn Sebastian Bourdais verið fljótari í sjö tímatökum af níu á þessu ári og Bourdais ekki staðið undir væntingum liðsins. Bourdais ók í 26 mótum með Torro Rosso og nældi aðeins í 6 stig. Líklegt þykir að hann hverfi aftur til Bandaríkjanna þar sem hann var í miklum metum. "Við höfum ákveðið að skipa annan ökumann í sæti Bourdais frá og með ungverska kappakstrinum um aðra helgi. Tilkynnt verður um nýjan ökumann liðsins nokkrum dögum fyrir mótið", sagði Franz Tost liðsstjóri liðsins í tilkynningu. Líklegt þykir að varaökumamður liðsins, Jamie Alguersuari verði ökumaður í stað Bourdais. Þá er möguleiki á því að Sebastian Loeb, heimsmeistari í rallakstri taki sprett á bílnum í lokamótinu í Abu Dhabi. Takuma Sato frá Japan barðist um sæti hjá Torro Rosso á síðasta ári, en það gekk ekki upp og spurning hvort hann nær eitthvað að pota sér að núna í ljósi stöðunnar. Sjá upplýsingar um Jamie Alguersuari Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Franski ökumaðurinn Sebastian Bourdais hefur verið sagt upp hjá Torro Rosso með formlegum hættum. Liðið tilkynnti þetta í dag. Bourdais varð fjórfaldur meistari í bandarísku Champ Car mótaröðinni og gekk til liðs við Torro Rosso í fyrra. Hann náði framhaldssamning fyrir þetta ár, en ljóst var að liðið var ekkert yfir sig hrifið af frammistöðu hans í fyrra. Þá hefur nýliðnn Sebastian Bourdais verið fljótari í sjö tímatökum af níu á þessu ári og Bourdais ekki staðið undir væntingum liðsins. Bourdais ók í 26 mótum með Torro Rosso og nældi aðeins í 6 stig. Líklegt þykir að hann hverfi aftur til Bandaríkjanna þar sem hann var í miklum metum. "Við höfum ákveðið að skipa annan ökumann í sæti Bourdais frá og með ungverska kappakstrinum um aðra helgi. Tilkynnt verður um nýjan ökumann liðsins nokkrum dögum fyrir mótið", sagði Franz Tost liðsstjóri liðsins í tilkynningu. Líklegt þykir að varaökumamður liðsins, Jamie Alguersuari verði ökumaður í stað Bourdais. Þá er möguleiki á því að Sebastian Loeb, heimsmeistari í rallakstri taki sprett á bílnum í lokamótinu í Abu Dhabi. Takuma Sato frá Japan barðist um sæti hjá Torro Rosso á síðasta ári, en það gekk ekki upp og spurning hvort hann nær eitthvað að pota sér að núna í ljósi stöðunnar. Sjá upplýsingar um Jamie Alguersuari
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira