Innlent

Um 4000 listaverk hjá bönkunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Álfheiður Ingadóttir spurði menntamálaráðherra út í listaverkaeign bankanna. Mynd/ GVA.
Álfheiður Ingadóttir spurði menntamálaráðherra út í listaverkaeign bankanna. Mynd/ GVA.
Um 4000 listaverk eru í eigu Nýja Kaupþings, Íslandsbanka og Nýja Landsbankans. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að þessi listaverk höfðu flotið með í einkavinavæðingu bankana árið 2002 og margir hafi talið að það hefðu verið mikil mistök. Hefðu þau síðan komist aftur í eigu ríkisins síðastliðið haust við hrun bankanna.

Spurði Álfheiður Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra að því, í ljósi þess að fyrir lægju áætlanir um að nýju bankarnir færu í eigu kröfuhafa, hvort fram hafi farð listfræðilegt mat á verkunum í því skyni að kaupa þau verk af skilanefndum bankanna, sem teldust vera þjóðargersemi. Katrín Jakobsdóttir sagði að nú stæði yfir slíkt listfræðilegt mat og fjármálaráðherra hefði rætt við formenn skilanefnda Glitnis og Kaupþings um kaup ríkisins á þeim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×