Viðskipti erlent

Grænland eignast nyrsta lúxushótel heimsins

Besta hótel Grænlands, Hotel Arctic, fékk nýlega sína fimmtu stjörnu og er þar með orðið að nyrsta hóteli heimsins en það liggur við Ilulissat eða Ísfjörðinn á vesturströnd Grænlands.

Fimmta stjarnan kom í framhaldi af því að Hotel Arctic opnaði nýjan 600 fm ráðstefnusal með öllum nýjustu tækjum og tólum sem geta prýtt slíka aðstöðu.

Samkvæmt frétt um málið í börsen.dk hefur hótelið verið í fararbroddi s.l. 25 ár á Grænlandi í eflingu á umhverfisvænni ferðaþjónustu og fékk verðlaunin „Græni lykillinn" af þeim sökum þegar árið 2000.

Nýlega var hótelið svo tilnefnt til Ny Nordisk matargerðarverðlaunanna sem eru á vegum Norðurlandaráðs. Þar keppir hótelið m.a. við veitingahúsið Noma um heiðurinn. Noma aftur á móti var nýlega valið þriðja besta veitingahús heimsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×