Bíó og sjónvarp

Support sigrar á kvikmyndahátíð

"Ég er að leikstýra sjónvarpsauglýsingum hjá fyrirtæki sem heitir Outsider. Ég var áður hjá Factoryfilms, þar var ég að gera tónlistarmyndbönd og hef verið að svissa yfir í sjónvarpsauglýsingar undanfarin tvö ár," segir Börkur Sigþórsson 31 árs.
"Ég er að leikstýra sjónvarpsauglýsingum hjá fyrirtæki sem heitir Outsider. Ég var áður hjá Factoryfilms, þar var ég að gera tónlistarmyndbönd og hef verið að svissa yfir í sjónvarpsauglýsingar undanfarin tvö ár," segir Börkur Sigþórsson 31 árs.
Suttmynd Barkar Sigþórssonar, Support, sigraði á kvikmyndahátíð í Bratislava sem haldin var í byrjun mars.

Sama mynd vann fyrir bestu stuttmynd á Reykjavík Shorts & Docs síðasta haust.

„Myndin fjallar um mann sem liggur fyrir dauðanum á gjörgæslu," svarar Börkur aðspurður um verðlaunamyndina.

„Hún er svo stutt að það má eiginlega ekki segja meira frá því en myndina má sjá í heild sinni á heimasíðunni minni," segir Börkur.

Hvernig var í Bratislava? „Bara voða gaman. Ferlega skemmtilegt. Þar var fólk saman komið úr öllum áttum. Svo er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir störf sín," segir Börkur sem býr og starfar í Lundúnum.

Fékkstu peningaverðlaun? „Já 1600 evrur," segir Börkur.

Stuttmyndin er í heild sinni inni á heimasíðu Barkar undir „moving images" og heitir „Support".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×