Financial Times tekur upp hanskann fyrir Íslendinga 12. ágúst 2009 10:58 Leiðari breska blaðsins Financial Times er í dag helgaður Icesave samningunum og mögulegum afleiðingum þess máls. Þar er hanskinn tekinn upp fyrir Íslendinga og mælt með því að málsaðilar skipti betur með sér þeim byrðum sem af Icesave hafa hlotist. Leiðarahöfundur segir að Bretar og Hollendingar hafi ekki gert ráð fyrir slæmum viðtökum íslenskra kjósenda við samningnum. Málið sitji nú fast í nefndum Alþingis og ekki útlit fyrir að samningurinn fái brautargengi á þeim bænum. Blaðið bendir á að þó að upphæðin sem samið hafi verið um að Íslendingar þurfi að borga sé lítil miðað við flest ríki. Hins vegar jafngildi samningurinn því að hver Íslendingur þurfi að borga sem svarar tíu þúsund pundum þegar litið er til þess hve fámenna þjóð sé um að ræða. Þá segir einnig að sumir hafi líkt Icesave samningunum við Versalasamningana eftir fyrra stríð en leiðarahöfundi finnst nærtækara að líkja málinu við það sem gerðist í Chile á níunda áratugnum þegar ríkið tók á sig gríðarlegar skuldir sem leiddu til stöðnunar í landinu næstu tíu árin á eftir. Sama gæti gerst á Íslandi að mati blaðsins og spyr leiðarahöfundur hvort sú niðurstaða gagnist nokkrum. Þá er einnig bent á að betri samskipti þessara ríkja geti leitt til þess að betur gangi að varpa ljósi á það sem olli bankahruninu. Meiri líkur yrðu á samstarfi sem aftur myndi auka líkurnar á því að sem mest fáist til baka upp í skuldir Landsbankans. Að mati Financial Times bera allir aðilar ákveðna sök í málinu. Íslendingar og íslensk stjórnvöld beri vissulega sök, en Hollendingar og Bretar hefðu átt að fylgjast betur með og átta sig fyrr á því að kostaboðum Landsbankans varð að fylgja örugg trygging innistæðnanna. þess og því ætti að skipta byrðunum sem af þessu "rugli" hjótast jafnar á málsaðila. Það yrði öllum til hagsbóta þegar fram í sækir.Leiðara FT má lesa hér. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Leiðari breska blaðsins Financial Times er í dag helgaður Icesave samningunum og mögulegum afleiðingum þess máls. Þar er hanskinn tekinn upp fyrir Íslendinga og mælt með því að málsaðilar skipti betur með sér þeim byrðum sem af Icesave hafa hlotist. Leiðarahöfundur segir að Bretar og Hollendingar hafi ekki gert ráð fyrir slæmum viðtökum íslenskra kjósenda við samningnum. Málið sitji nú fast í nefndum Alþingis og ekki útlit fyrir að samningurinn fái brautargengi á þeim bænum. Blaðið bendir á að þó að upphæðin sem samið hafi verið um að Íslendingar þurfi að borga sé lítil miðað við flest ríki. Hins vegar jafngildi samningurinn því að hver Íslendingur þurfi að borga sem svarar tíu þúsund pundum þegar litið er til þess hve fámenna þjóð sé um að ræða. Þá segir einnig að sumir hafi líkt Icesave samningunum við Versalasamningana eftir fyrra stríð en leiðarahöfundi finnst nærtækara að líkja málinu við það sem gerðist í Chile á níunda áratugnum þegar ríkið tók á sig gríðarlegar skuldir sem leiddu til stöðnunar í landinu næstu tíu árin á eftir. Sama gæti gerst á Íslandi að mati blaðsins og spyr leiðarahöfundur hvort sú niðurstaða gagnist nokkrum. Þá er einnig bent á að betri samskipti þessara ríkja geti leitt til þess að betur gangi að varpa ljósi á það sem olli bankahruninu. Meiri líkur yrðu á samstarfi sem aftur myndi auka líkurnar á því að sem mest fáist til baka upp í skuldir Landsbankans. Að mati Financial Times bera allir aðilar ákveðna sök í málinu. Íslendingar og íslensk stjórnvöld beri vissulega sök, en Hollendingar og Bretar hefðu átt að fylgjast betur með og átta sig fyrr á því að kostaboðum Landsbankans varð að fylgja örugg trygging innistæðnanna. þess og því ætti að skipta byrðunum sem af þessu "rugli" hjótast jafnar á málsaðila. Það yrði öllum til hagsbóta þegar fram í sækir.Leiðara FT má lesa hér.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira