Viðskipti erlent

Franskir ofnasmiðir fækka fötum til að bjarga störfum sínum

Starfsmenn hjá frönsku ofnasmiðjunni Chaffoteaux et Maury í Brittany ætla að fækka fötunum til að reyna að bjarga störfum sínum. Þeir ætla að koma fram naktir á dagatali í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga 204 störfum í verksmiðju sinni.

Í frétt um málið á ananova.com segir að 13 naktir ofnasmiðir muni prýða dagatalið en hjálmar og öryggisgrímur verða staðsettar á „viðkvæmum" stöðum í myndatökunum.

Samkvæmt áætlun ofnasmiðanna er ætlunin að nota hagnaðinn af sölu dagatalsins til að efna til hópferðar til Ítalíu þar sem móðurfélag ofnasmiðjunnar, Ariston Thermo Group, er staðsett. Þar ætla þeir svo að' efna til mótmæla vegna fyrirhugaðrar lokunnar á verksmiðjunni í Brittany.

Fulltrúi verkalýðsfélags starfsmannanna, Brigitte Coadic, segir að með Þessu vilji starfsmennirnir sýna að þeir eru reiðubúnir til að grípa til allra tiltækra ráða til að bjarga störfum sínum..."jafnvel fara úr fötunum".










Fleiri fréttir

Sjá meira


×