Viðskipti erlent

Stofnandi Biva ánægður með kaup Straums

Fjónbúinn Henry Johansen, stofnandi Biva, er ánægður með kaup Straums á húsgagnakeðjunni. "Þetta var verulega góð lausn," segir Johansen. "Áframhaldandi rekstur er tryggður og það er aðalatriði málsins."

Johansen og dóttir hans Mille, sem var andlit Biva í auglýsingum keðjunnar seldu Biva til tveggja fjárfestingarsjóða fyrir hálfu öðru ári síðan. Johansen segir í samtali við Berlinske Tidende að eftir á að hyggja hafi sjóðirnir greitt alltof hátt verð fyrir Biva.

Eftir söluna áttu Johansen og Mille áfram hlut í Biva upp á 60 milljónri danskra kr. eða rúmlega 1,3 milljarð kr.. Þennan hlut hafa þau afskrifað með öllu í framhaldi af kaupum Straums.

En Johansen og Mille er ekki á flæðiskeri stödd þrátt fyrir þetta tap. Talið er að fjölskylduauðurinn nemi töluvert yfir 500 milljónum danskra kr. eða sem svarar til um 11 milljarða kr..








Fleiri fréttir

Sjá meira


×