Tónlist

Killers kæra umboðsmann

Rokkararnir í The Killers hafa höfðað mál gegn fyrrverandi umboðsmanni sínum.
Rokkararnir í The Killers hafa höfðað mál gegn fyrrverandi umboðsmanni sínum.
Rokkararnir í The Killers hafa höfðað mál gegn fyrrverandi umboðsmanni sínum, Braden Merrick. Krefjast þeir skaðabóta fyrir að hafa orðið af hundruðum milljóna króna vegna tónleika sem hefur verið frestað og annarra tekna af tónleikaferðum og varningi tengdum hljómsveitinni.

Í kærunni kemur fram að Merrick hafi verið vanhæfur umboðsmaður og staðið sig illa við skipulagningu tónleika erlendis. Merrick lagði sjálfur fram kæru gegn The Killers og núverandi umboðsmanni þeirra fyrir nokkru síðan og krafðist himinhárrar upphæðar í skaðabætur vegna brottreksturs síns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×