Formúla 1

McLaren miðlar málum í deilum

Fjöldi liða gæti aukist í 26 á næsta ári ef FIA nær sínu fram og núverandi keppnislið hætta ekki í íþróttinni.
Fjöldi liða gæti aukist í 26 á næsta ári ef FIA nær sínu fram og núverandi keppnislið hætta ekki í íþróttinni.
Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir að lið hans hafi verið einskonar sáttasemjari i deilum FIA og Formúlu 1 liða upp á síðkastið um reglubreytingar í Formúlu 1 á næsta ári. Það kemur kannski ekki á óvart þar sem liðið er með skilorðsbundinn dóm yfir sér eftir klúður og lygar í fyrsta móti ársins. Þurfa kannski að sýna FIA lit. "Við höfum verið eins og sáttasemjarar á fundum og við viljum finna milliveginn í deilum keppnisliða og FIA. Við erum með stórt lið og það er erfitt verk að ætla að skera allt niður í trog til að ný lið geti keppt 2010", sagði Martin Whitmarsh. Deilan stendur um það að FIA vill skera rekstrarkostnað í Formúlu 1 niður úr 300 miljónum punda í 40, en það þýðir að stóru keppnisliðin verða að segja upp hundruðum starfsmanna, Max Mosley telur að með núverandi fyrirkomulagi muni fleiri lið leggja upp laupanna en Honda á næstu árum. "Við höfum rætt málin innan FOTA, samtaka keppnsiliða, en ekki utan þeirra. Við vitum hvað við viljum og fylgjum því eftir", sagði Whitmarsh. McLaren Mercdes er á móti því að tvenns konar reglur verði í gangi á næsta ári, en Mosley vill að ný lið fái rýmri reglur til að ná árangri gegn því að verja minna fé til reksturs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×