Hlutabréf hafa hækkað of mikið, of snemma og of hratt 5. október 2009 13:15 Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom, segir að hlutabréf á mörkuðum heimsins hafi hækkað of mikið, of snemma og of hratt. Af þeim sökum telur hann að þessir markaðir muni taka dýfu niður á við á yfirstandandi ársfjórðungi eða fyrsta ársfjórðung á næsta ári. Þessi orð lét Roubini, sem kennir við Háskólann í New York, falla í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í Istanbul um helgina. Hlutabréf hafa hækkað gífurlega í verði á helstu mörkuðum heimsins undanfarna sex mánuði. Þannig hefur S&P 500 vísitalan hækkað um 51% á þessum tíma og Dow Jones Stoxx 600 vísitalan í Evrópu um 48%. „Hinn raunverulegi efnahagur er vart farinn að rétta úr kútnum á meðan markaðarnir eru á þessari leið," segir Roubini. Hann segir að ef hagvöxtur taki ekki strax við sér muni..."markaðir að lokum staðna og laga sig að réttu verðmati. „Ég sé bil á milli þess hvað er að gerast á mörkuðunum og veikari raunstöðu á efnahagssviðinu." Roubini telur að til skamms tíma litið þurfi frekari aðgerðir til að ýta undir vöxt efnahagslífsins til þess að koma í veg fyrir verðhjöðnun. „Hinsvegar eru auðveldir peningar þegar farnir að skapa eignabólu á hlutabréfamarkaðinum," segir Roubini. Prófessorinn telur sem sagt að á meðan verið sé að auka hagvöxt og koma í veg fyrir verðhjöðnun sé jafnframt verið að undirbúa jarðveginn fyrir næstu hringrás fjárhagslegs óstöðuleika Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom, segir að hlutabréf á mörkuðum heimsins hafi hækkað of mikið, of snemma og of hratt. Af þeim sökum telur hann að þessir markaðir muni taka dýfu niður á við á yfirstandandi ársfjórðungi eða fyrsta ársfjórðung á næsta ári. Þessi orð lét Roubini, sem kennir við Háskólann í New York, falla í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í Istanbul um helgina. Hlutabréf hafa hækkað gífurlega í verði á helstu mörkuðum heimsins undanfarna sex mánuði. Þannig hefur S&P 500 vísitalan hækkað um 51% á þessum tíma og Dow Jones Stoxx 600 vísitalan í Evrópu um 48%. „Hinn raunverulegi efnahagur er vart farinn að rétta úr kútnum á meðan markaðarnir eru á þessari leið," segir Roubini. Hann segir að ef hagvöxtur taki ekki strax við sér muni..."markaðir að lokum staðna og laga sig að réttu verðmati. „Ég sé bil á milli þess hvað er að gerast á mörkuðunum og veikari raunstöðu á efnahagssviðinu." Roubini telur að til skamms tíma litið þurfi frekari aðgerðir til að ýta undir vöxt efnahagslífsins til þess að koma í veg fyrir verðhjöðnun. „Hinsvegar eru auðveldir peningar þegar farnir að skapa eignabólu á hlutabréfamarkaðinum," segir Roubini. Prófessorinn telur sem sagt að á meðan verið sé að auka hagvöxt og koma í veg fyrir verðhjöðnun sé jafnframt verið að undirbúa jarðveginn fyrir næstu hringrás fjárhagslegs óstöðuleika
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira