Innlent

Frumvarp lagt fram fljótlega

Gísli Tryggvason.
Gísli Tryggvason.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sett á fót ráðgjafarhóp til að vinna tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, mun leiða ráðgjafarhópinn, sem undirbýr frumvarp til stjórnarskipunarlaga sem lagt verður fram á Alþingi á næstu vikum. Aðrir í hópnum eru Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, og Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.

Hópnum er falið að gera tillögu um stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareign, þjóðar­atkvæðagreiðslur og aðferð við breytingar á stjórnarskrá með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Í erindisbréfi er þess óskað að ráðgjafarhópurinn meti hvort rétt sé að gera tillögu um fleiri stjórnarskrárbreytingar, einkum varðandi umhverfisvernd.

Hópurinn mun hefja undirbúning lagasetningar varðandi stjórnlagaþing eftir komandi alþingiskosningar og móta tillögur um nauðsynlega lagasetningu og eftir atvikum setningu bráðabirgðaákvæðis í stjórnarskrá.

Forsætisráðherra mun að fengnum tillögum framangreindra sérfræðinga hafa samráð við alla flokka, sem fulltrúa eiga á Alþingi, áður en frumvarp til stjórnarskipunarlaga verður lagt fram á Alþingi. - shá

Björg Thorarensen



Fleiri fréttir

Sjá meira


×