Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson náðu ekki að ljúka keppni í alpatvíkeppni á HM í alpagreinum. Þeir voru neðstir eftir brunkeppnina í morgun en síðdegis var keppt í svigi.
Árni mætti ekki til leiks í svigkeppnina en Stefán Jón heltist úr lestinni
Það varð Aksel Lund Svindal frá Noregi sem varð heimsmeistari í tvíkeppninni en hann var 9/10 úr sekúndu á undan Frakkanum Julien Lizeroux sem hafnaði í öðru sæti.