Lífið

Nakti apinn flytur sig um set

Sara María og starfsfólk hennar hafa haft í nógu að snúast síðustu daga við að undirbúa nýja verslun. 
Fréttablaðið/vilhelm
Sara María og starfsfólk hennar hafa haft í nógu að snúast síðustu daga við að undirbúa nýja verslun. Fréttablaðið/vilhelm

Tískuverslunin Nakti apinn verður opnuð á nýjum stað við Klapparstíg á morgun. Eigandi verslunarinnar, hönnuðurinn Sara María Júlíudóttir, stendur í ströngu við að standsetja nýja húsnæðið fyrir opnunina. „Okkur bauðst nýtt húsnæði mjög skyndilega og við ákváðum að stökkva á þetta. Við erum búin að vera í sama húsnæðinu í fimm ár en þar sem við erum með breyttar áherslur langaði okkur að breyta ímynd búðarinnar svolítið og verða þroskaðari og fullorðnari,“ segir Sara María.

Nýja verslunin verður með svipuðu fyrirkomulagi og sú eldri þar sem verslun verður á efri hæðinni og vinnustofa á þeirri neðri. „Nýja verslunin er rosalega flott og verður með svipuðu fyrirkomulagi og sú fyrri. Gamla verslunin var í rauninni allt of stór og kaotísk og mér fannst þetta orðið of mikið; þessi verður aftur á móti alveg passleg.“

Opnunarteiti verður haldið á laugardaginn í tilefni af nýju versluninni og hefst gamanið klukkan 14. „Við verðum með einhverjar veitingar, tónlist og skemmtiatriði, en hvað það verður er ekki enn komið á hreint því við höfum verið of upptekin við að pakka og mála síðustu daga. En það verður stuð, því get ég lofað,“ segir Sara María að lokum.- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.