Kreppan hefur gengið nokkuð á auðæfi ríkustu manna Bretlands samkvæmt árlegum lista yfir ríka þar í landi sem birt er í sunnudagsútgáfu Lundúnablaðsins Times í morgun.
Þar kemur fram að samanlagt tap ríkustu Bretanna síðasta árið nemur hundrað fimmtíu og fimm milljörðum punda sem jafngildir rúmlega tuttugu þúsund milljörðum íslenskra króna.
Samkvæmt listanum eru breskir milljarðamæringar nú fjörutíu og þrír en voru síðast sjötíu og fimm.
Efstur á listanum líkt og í fyrra er stálkóngurinn Lakshmi Mittal sem þó hefur tapað nærri sautján milljörðum punda. Næstur kemur rússinn Roman Abramovich, eigandi knattspyrnuliðsins Chelsea, sem hefur tapað 4,7 milljörðum punda. Hann á þó enn sjö milljarða.