Innlent

Krefst afsagnar formanns Frjálslynda flokksins

„Ég tel að formaðurinn hafi keyrt flokkinn í þrot og hann eigi að segja sér sem og öll stjórnin," segir Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og fyrrum varaformaður hans en honum er brugðið vegna slæmrar útreiðar flokksins í kosningunum.

Samkvæmt þeim atkvæðum sem hafa verið talin þá nær Frjálslyndi flokkurinn ekki einum manni inn á þing. Ástæðurnar telur Magnús vera bæði stefnulega séð og svo formennska Guðjóns Arnars Kristjánssonar.

„Ég reyndi að telja formanninn á að velja aðra leiðir fyrir flokkinn en hann sinnti því ekki og fór eigin leiðir," segir Magnús Þór sem krefst þess að Guðjón Arnar og stjórni segi ekki af sér síðar en á morgun. Magnús gengur lengra og segir að allar stjórnir kjördæmafélaganna ættu að gera slíkt hið sama.

„Mér finnst ofboðslega sárt hvernig farið var með flokkinn," segir Magnús Þór.

Spurður hvort það sé einhver von fyrir Frjálslynda flokkinn nái hann ekki manni inn á þing, segir Magnús Þór svo vera.

„Stjórnmál eru í upplausn og þá sérstaklega hægri flokkarnir. Það þýða gríðarleg sóknarfæri fyrir nýtt hægri sinnað afl," segir Magnús Þór. Aðspurður hvort hann hyggist stofna slíkt svarar hann: „Ég boða nýtt afl til hægri í stjórnmálum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×