Button: Sætasti sigurinn á árinu 26. apríl 2009 15:21 Jenson Button fagnaði þriðja sigrinum í fjórum mótum. mynd: getty images Jenson Button var að vonum ánægður með þriðja sigurinn í fjórum mótum í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark á brautinni í Bahrain. "Það var mjög erfitt að komast framúr Lewis Hamilton, en hann gerði mistök í fyrsta hring þannig að ég náði að stinga mér framúr honum á beina kaflanum. Þessi framúrakstur tryggði mér í raun sigurinn í mótinu", sagði Button sem fór framúr Hamilton í fyrstu beygju, en hann var fjórði á ráslínu. Hann tíndi síðan Toyota ökumennina upp, hvern af öðrum og góð keppnisáætlun tryggði sigurinn. "Þessi sigur var sá besti í mótum ársins. Við vorum ekki með besta bílinn og vorum með mikið af motuðum hlutum í bílnum, sem hefði þurft að skipta um. Fyrsti hluti mótsins lagði grunn að því ég náði að vinna. Mér leist ekki á blikuna þegar við vorum í vandræðum vegna of mikils hita í tímatökunni. En liðið vann sitt verk og ég er stoltur af strákunum", sagði Button. Liðsmenn Brawn fjarlægðu hluta af yfirbyggingu bílsins fyrir keppnina, til að koma í veg fyrir að bíllinn ofhitnaði og það gerði gæfumuninn. Sjá tölfræði og fróðleik um mótið Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jenson Button var að vonum ánægður með þriðja sigurinn í fjórum mótum í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark á brautinni í Bahrain. "Það var mjög erfitt að komast framúr Lewis Hamilton, en hann gerði mistök í fyrsta hring þannig að ég náði að stinga mér framúr honum á beina kaflanum. Þessi framúrakstur tryggði mér í raun sigurinn í mótinu", sagði Button sem fór framúr Hamilton í fyrstu beygju, en hann var fjórði á ráslínu. Hann tíndi síðan Toyota ökumennina upp, hvern af öðrum og góð keppnisáætlun tryggði sigurinn. "Þessi sigur var sá besti í mótum ársins. Við vorum ekki með besta bílinn og vorum með mikið af motuðum hlutum í bílnum, sem hefði þurft að skipta um. Fyrsti hluti mótsins lagði grunn að því ég náði að vinna. Mér leist ekki á blikuna þegar við vorum í vandræðum vegna of mikils hita í tímatökunni. En liðið vann sitt verk og ég er stoltur af strákunum", sagði Button. Liðsmenn Brawn fjarlægðu hluta af yfirbyggingu bílsins fyrir keppnina, til að koma í veg fyrir að bíllinn ofhitnaði og það gerði gæfumuninn. Sjá tölfræði og fróðleik um mótið
Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira