Samstarf foreldra og skóla skilar árangri Sjöfn Þórðardóttir skrifar 24. október 2009 06:00 Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. Við foreldrar megum ekki sofna á verðinum og mikilvægt er að foreldrar þekki þau einkenni sem koma fram hjá unglingum sem eru að byrja að neyta ólöglegra kannabisefna. Unga fólkið þarf á stuðningi okkar að halda svo það hefji ekki neysluna og mikilvægt er að grípa fljótt inn í ef börn eru að leiðast út í neyslu. Sérstaklega þarf að beina sjónum að 16 til 18 ára unglingum í framhaldsskólum. Niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar hér á landi á líðan og högum ungmenna sýna fram á að eftirlit foreldra, stuðningur þeirra, magn tíma sem varið er með börnunum, tengsl foreldra við aðra foreldra og vini ungmennanna dragi úr líkum á vímuefnaneyslu og auki líkur á góðum námsárangri. Samstarf foreldra í framhaldsskólum hefur tekið á sig nýja mynd síðan ný menntastefna leit dagsins ljós og menntalög tóku gildi í júní 2008. Þar er gert ráð fyrir foreldraráðum í framhaldsskólum og þar starfa nú sérstakir forvarnarfulltrúar. Samstarfið þarf öðru fremur að einkennast af gagnkvæmri upplýsingamiðlun og er það því fagnaðarefni að foreldrar fái send vefrit eins og Verzlunarskólinn hefur gert undanfarið. Verzlunarskólinn sýnir með þeim hætti frumkvæði og leggur áherslu á gott upplýsingastreymi til foreldra og forráðamanna nemenda sinna. Slíkt framtak er til fyrirmyndar fyrir alla framhaldsskóla landsins. Það er einmitt á fyrstu árum í framhaldsskóla sem hætta er á að foreldrar gefi eftir eða missi tökin á börnum sínum, sérstaklega þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið á neysluvenjum 16 til 18 ára unglinga hvað varðar áfengisdrykkju og neyslu kannabisefna. Með virkri og markvissri þátttöku foreldra í framhaldsskólastarfinu felast sóknarfæri fyrir foreldra til að hafa áhrif á almenna stefnumótun í skólamálum, þar á meðal forvarnarmálum. Hlutverk foreldraráða í framhaldsskólum er meðal annars að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann. Með samstarfinu er hægt að halda uppi öflugu og góðu forvarnarstarfi og hvetja foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi, leyfa ekki áfengi fyrir viðburði á vegum skólans í heimahúsi og í samkvæmum fyrir skólaböll, svo dæmi séu tekin. Æskan leggur grunninn að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Líkt og máltækið segir, lengi býr að fyrstu gerð. Ungt fólk er veikara fyrir neyslu vímuefna en fullorðnir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk hefur neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist út í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Við vitum að börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Með öflugu foreldrasamstarfi, samstarfi við skólayfirvöld, nemendafélög, fræðslu, upplýsingastarfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er hægt að sporna gegn vímuefnaneyslu ungmenna. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og með því að taka þátt þá verndum við það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar. Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. Við foreldrar megum ekki sofna á verðinum og mikilvægt er að foreldrar þekki þau einkenni sem koma fram hjá unglingum sem eru að byrja að neyta ólöglegra kannabisefna. Unga fólkið þarf á stuðningi okkar að halda svo það hefji ekki neysluna og mikilvægt er að grípa fljótt inn í ef börn eru að leiðast út í neyslu. Sérstaklega þarf að beina sjónum að 16 til 18 ára unglingum í framhaldsskólum. Niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar hér á landi á líðan og högum ungmenna sýna fram á að eftirlit foreldra, stuðningur þeirra, magn tíma sem varið er með börnunum, tengsl foreldra við aðra foreldra og vini ungmennanna dragi úr líkum á vímuefnaneyslu og auki líkur á góðum námsárangri. Samstarf foreldra í framhaldsskólum hefur tekið á sig nýja mynd síðan ný menntastefna leit dagsins ljós og menntalög tóku gildi í júní 2008. Þar er gert ráð fyrir foreldraráðum í framhaldsskólum og þar starfa nú sérstakir forvarnarfulltrúar. Samstarfið þarf öðru fremur að einkennast af gagnkvæmri upplýsingamiðlun og er það því fagnaðarefni að foreldrar fái send vefrit eins og Verzlunarskólinn hefur gert undanfarið. Verzlunarskólinn sýnir með þeim hætti frumkvæði og leggur áherslu á gott upplýsingastreymi til foreldra og forráðamanna nemenda sinna. Slíkt framtak er til fyrirmyndar fyrir alla framhaldsskóla landsins. Það er einmitt á fyrstu árum í framhaldsskóla sem hætta er á að foreldrar gefi eftir eða missi tökin á börnum sínum, sérstaklega þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið á neysluvenjum 16 til 18 ára unglinga hvað varðar áfengisdrykkju og neyslu kannabisefna. Með virkri og markvissri þátttöku foreldra í framhaldsskólastarfinu felast sóknarfæri fyrir foreldra til að hafa áhrif á almenna stefnumótun í skólamálum, þar á meðal forvarnarmálum. Hlutverk foreldraráða í framhaldsskólum er meðal annars að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann. Með samstarfinu er hægt að halda uppi öflugu og góðu forvarnarstarfi og hvetja foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi, leyfa ekki áfengi fyrir viðburði á vegum skólans í heimahúsi og í samkvæmum fyrir skólaböll, svo dæmi séu tekin. Æskan leggur grunninn að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Líkt og máltækið segir, lengi býr að fyrstu gerð. Ungt fólk er veikara fyrir neyslu vímuefna en fullorðnir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk hefur neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist út í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Við vitum að börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Með öflugu foreldrasamstarfi, samstarfi við skólayfirvöld, nemendafélög, fræðslu, upplýsingastarfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er hægt að sporna gegn vímuefnaneyslu ungmenna. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og með því að taka þátt þá verndum við það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar. Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun