Enski boltinn

Owen mun höndla reiði stuðningsmanna Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Michael Owen.
Michael Owen.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, óttast ekki að reiði stuðningsmanna Liverpool í garð Michael Owen eigi eftir að trufla hann í leiknum á Anfield á morgun.

Owen gæti verið í byrjunarliði liðsins ef Wayne Rooney nær ekki að jafna sig í tíma.

„Það verður áhugavert að sjá móttökurnar sem hann fær. Það eru nefnilega fáir leikmenn sem hafa leikið fyrir bæði þessi félög," sagði Ferguson en Owen skoraði 158 mörk fyrir Liverpool á sínum tíma.

„Paul Ince fékk eðlilega að heyra það frá stuðningsmönnum okkar þegar hann fór í Liverpool og svipað bíður örugglega Owen. Hann er samt reyndur sem er mikilvægt. Ég held því að móttökurnar muni ekki trufla hann neitt. Árangur hans hjá Liverpool talar sínu máli. Hann er einn af bestu framherjum í sögu félagsins."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×