Gerir plötu fyrir góðærisgróða 24. október 2009 05:00 Ceres 4 mýkist upp á væntanlegri plötu.Fréttablaðið/arnþór Ceres 4 gefur á næsta ári út nýja plötu. Hann segir að Merzedes Club hafi hrunið með hagkerfinu. „Ég er með horn, ég er með hala, svík alla með fagurgala,“ syngur Ceres 4 í glænýju lagi sem heitir Fagurgalinn. Síðast var Ceres 4, eða Hlynur Áskelsson eins og hann heitir, á ferðinni með sólóefni árið 2004 á plötunni C4. Þarna á milli var hann auðvitað að hala feitt inn með Merzedes Club. „Ég hef sagt það áður og segi það enn, að Merzedes Club er mesta pönk sem ég hef gert,“ segir Hlynur. „Við spiluðum á öllum dýrustu samkomunum. Af mörgu skrítnu var allra mesta ruglið þegar við spiluðum fyrir Landsbankann í Egilshöll. Þar fékk maður alvöru rokkstjörnumeðferð baksviðs; stórsteikur, brennivín, förðun og axlanudd. Ég þáði að vísu ekki nuddið því það hefði messað upp brúnkuspreyinu. Sviðsmyndin hefði dugað U2; hringlaga svið úti á miðju gólfi og sánd og ljósasjó dauðans. Ég held að skilanefnd bankans og sérstakur saksóknari bankahrunsins eigi eftir að fara ofan í saumana á þessu mikla partíi og draga einhvern til saka. Stemningin þarna var svona svolítið „Berlín í apríl 1945“. Allir að skemmta sér í síðasta sinn! Þarna vorum við brúnkusmurð að mæma og fengum hundruð þúsunda fyrir.“ Nokkrum mánuðum síðar var allt hrunið og Merzedes Club líka. „Bandið hrundi með hagkerfinu,“ segir Hlynur. „En peningarnir hurfu ekki, að minnsta kosti ekki minn peningur. Ég tók allan Merzedes Club-peninginn og setti hann í upptökukostnaðinn á nýju plötunni minni. Góðærið skilur því ekki bara eftir sig sviðna jörð heldur líka menningarverðmæti og góðar minningar sem hægt er að orna sér við í komandi harðæri.“ Ceres 4 er með úrvalslið með sér. Jóhann Hjörleifsson úr Sálinni trommar, Stefán Magnússon er á gítar og bassa og Jón Ólafsson er á hljómborð og semur mörg laganna. Ceres þvertekur fyrir að það sé eintómt kreppuvæl á nýju plötunni. „Nei, nei, ég syng alveg um ástina og lífið líka. Þetta er langmýksta tónlistin sem komið hefur frá mér, mun minna pönk en vanalega. Ég er búinn að taka upp tólf lög fyrir góðærispeningana og er núna að safna fyrir framleiðslukostnaðinum. Þetta kemur ekki út á föstu formi fyrr en á næsta ári, en maður dritar einhverjum lögum út fyrst.“ Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Ceres 4 gefur á næsta ári út nýja plötu. Hann segir að Merzedes Club hafi hrunið með hagkerfinu. „Ég er með horn, ég er með hala, svík alla með fagurgala,“ syngur Ceres 4 í glænýju lagi sem heitir Fagurgalinn. Síðast var Ceres 4, eða Hlynur Áskelsson eins og hann heitir, á ferðinni með sólóefni árið 2004 á plötunni C4. Þarna á milli var hann auðvitað að hala feitt inn með Merzedes Club. „Ég hef sagt það áður og segi það enn, að Merzedes Club er mesta pönk sem ég hef gert,“ segir Hlynur. „Við spiluðum á öllum dýrustu samkomunum. Af mörgu skrítnu var allra mesta ruglið þegar við spiluðum fyrir Landsbankann í Egilshöll. Þar fékk maður alvöru rokkstjörnumeðferð baksviðs; stórsteikur, brennivín, förðun og axlanudd. Ég þáði að vísu ekki nuddið því það hefði messað upp brúnkuspreyinu. Sviðsmyndin hefði dugað U2; hringlaga svið úti á miðju gólfi og sánd og ljósasjó dauðans. Ég held að skilanefnd bankans og sérstakur saksóknari bankahrunsins eigi eftir að fara ofan í saumana á þessu mikla partíi og draga einhvern til saka. Stemningin þarna var svona svolítið „Berlín í apríl 1945“. Allir að skemmta sér í síðasta sinn! Þarna vorum við brúnkusmurð að mæma og fengum hundruð þúsunda fyrir.“ Nokkrum mánuðum síðar var allt hrunið og Merzedes Club líka. „Bandið hrundi með hagkerfinu,“ segir Hlynur. „En peningarnir hurfu ekki, að minnsta kosti ekki minn peningur. Ég tók allan Merzedes Club-peninginn og setti hann í upptökukostnaðinn á nýju plötunni minni. Góðærið skilur því ekki bara eftir sig sviðna jörð heldur líka menningarverðmæti og góðar minningar sem hægt er að orna sér við í komandi harðæri.“ Ceres 4 er með úrvalslið með sér. Jóhann Hjörleifsson úr Sálinni trommar, Stefán Magnússon er á gítar og bassa og Jón Ólafsson er á hljómborð og semur mörg laganna. Ceres þvertekur fyrir að það sé eintómt kreppuvæl á nýju plötunni. „Nei, nei, ég syng alveg um ástina og lífið líka. Þetta er langmýksta tónlistin sem komið hefur frá mér, mun minna pönk en vanalega. Ég er búinn að taka upp tólf lög fyrir góðærispeningana og er núna að safna fyrir framleiðslukostnaðinum. Þetta kemur ekki út á föstu formi fyrr en á næsta ári, en maður dritar einhverjum lögum út fyrst.“
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira