Lífið

Bjarkareftirherma á íslenskri grínhátíð

Bjarni Haukur skipuleggur fyrstu grínhátíð Íslands, Reykjavík Comedy Festival, en meðal þeirra sem troða upp eru Bretinn Phil Nichol og hinn sænski Björn Gustavsson.
Bjarni Haukur skipuleggur fyrstu grínhátíð Íslands, Reykjavík Comedy Festival, en meðal þeirra sem troða upp eru Bretinn Phil Nichol og hinn sænski Björn Gustavsson.

„Hann tekur Björk, ég hef bara séð það á netinu og það er alveg hryllilega fyndið,“ segir Bjarni Haukur Þórsson, skipuleggjandi fyrstu grínhátíðar Íslands, Reykjavik Comedy Festival. Hátíðin verður í Loftkastalanum og hefst hinn 11. nóvember.

Meðal þeirra sem þar troða upp er Bretinn Phil Nichol sem bregður sér í allra kvikinda líki og meðal þekktra persóna hans er hin íslenska Björk Guðmundsdóttir. Nichol er feykilega vinsæll í uppistandsheiminum og hefur verið aðalgestur á mörgum af stærstu uppistandshátíðum heims. Meðal annarra erlendra gesta er Björn Gustavsson sem Bjarni Haukur kýs að lýsa sem strákabandsútgáfu af Pétri Jóhanni.

„Það er að segja, þeir eru örugglega ámóta vinsælir í sínum heimalöndum en stúlkurnar kikna í hnjánum þegar hann birtist á sviðinu. Hann er reyndar ungur, aðeins 22 ára,“ segir Bjarni en til gamans má geta að Björn þessi er meðal gesta í sjónarpsþætti Frímanns Gunnarssonar sem fjallað hefur verið um á síðum blaðsins.

jöldi Íslendinga mun einnig troða upp á hátðinni. Hinir síkátu og eldhressu Kaffibrúsakarlar dusta rykið af gamanmálum sínum sem og Radíusbræðurnir Steinn Ármann og Davíð Þór. Þá verða nýstirnin í Mið-Íslandi einnig áberandi á hátíðinni, sem og margar af fyndnustu konum landsins; Helga Braga og Halldóra Geirharðs að ógleymdri Ólafíu Hrönn.

Bjarni segir að jafnframt verði óreyndum grínistum einnig gefið tækifæri á svo­kölluðu „open mike“-kvöldi og svo verði sérstakt „X-rated“-kvöld en þar verði allt látið flakka. „Það verður svo sannarlega ekki fyrir viðkvæma og móðgunargjarna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.