Lífið

Halda merki föður síns á lofti

Synir Rúnars Júlíussonar, þeir Júlíus og Baldur, halda merki föður síns og útgáfufélagsins Geimsteins á lofti. Nokkrar plötur eru í pípunum.

„Núna fyrir jólin koma út minningartónleikarnir um pabba frá því í vor, safndiskurinn Geimsteinn 33 1/3 ára og svo Ævintýrakassinn, sem eru sjö sígild ævintýri sem pabbi gerði á sínum tíma með Gylfa Ægissyni. Þau koma öll saman í einum pakka,“ segir Júlíus.

Hann segir að eftir áramót sé planið að gefa út nýjan disk með Deep Jimi, sem Þorvaldur Bjarni „pródúserar“ og frumraun hljómsveitarinnar Lifun. Bjartmar hefur verið að taka upp í Geimsteini og plata með honum er í bígerð eftir áramót og þá er líka líklegt að fyrsta sólóplatan með Erpi Eyvindarsyni, aka Blaz Roca, detti í hús.

Á heimili Geimsteins við Skólaveg í Keflavík er haldið úti Rokkheimum Rúnars sem er sýning á persónulegum munum frá ferli Rúnars.

„Við höfum nú bara opið eftir samkomulagi, eins og sagt er, en fastir opnunartímar verða auglýstir síðar, eins og til að mynda á afmælisdegi pabba og í kringum jólin,“ segir Júlíus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.