Lífið

Rabbað við rallökumenn

Jón Þór Jónsson Einn aðstandenda styrktaraksturs sem fram fer við Litlu Kaffistofuna í dag.Fréttablaðið/pjetur
Jón Þór Jónsson Einn aðstandenda styrktaraksturs sem fram fer við Litlu Kaffistofuna í dag.Fréttablaðið/pjetur

Styrktarakstur fyrir Daníel Sigurðs­son rallökumann fer fram við Litlu Kaffistofuna klukkan 13 í dag. Þar gefst færi á að skoða rallíbíla og ræða við þaulreynda ökuþóra og geta þeir óhræddustu fengið að aka rallíbíl sjálfir. Daníel hóf að keppa á Íslandi árið 1998 og varð Íslandsmeistari nýliða árið árið eftir. Árið 2007 hóf hann að keppa í Bretlandi og hefur gott gengi hans vakið nokkra athygli fjölmiðla þar í landi.

„Daníel er að fara til Wales eftir tvær vikur að keppa í heimsmeistara­mótinu í rallakstri og þessu fylgir kostnaður upp á margar milljónir. Hugmyndin var að reyna að styrkja hann í ferðinni út og kynna um leið íþróttina fyrir almenningi," segir Jón Þór Jónsson, einn skipuleggjanda styrktar­akstursins. Hægt er að skrá sig í akstur í síma 824 0670.- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.