Viðskipti erlent

Samþykktu 90 þúsund milljarða fjárveitingu

Barack Obama segist rétt vera að byrja.
Barack Obama segist rétt vera að byrja.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag björgunarpakka fyrir efnahagslífið að upphæð 787 milljarðar bandaríkjadala, eða tæplega 90 þúsund milljarðar króna, sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lagði fram. Obama segir að þetta sé einungis upphafið af tilraunum hans til að ná tökum á efnahagslífinu.

Alls greiddu 246 þingmenn atkvæði með björgunarpakkanum en 183 greiddu atkvæði gegn. Málið hefur enn ekki verið afgreitt í öldungadeild þingsins.

Obama lofar fleiri efnahagsaðgerðum í framhaldi af þessum til þess að koma lánsfjármarkaðnum í gang og koma skikki á húsnæðismarkaðinn.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×