Innlent

Eiður Smári stefnir ritstjórum og blaðamanni DV

Fótboltakappinn Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að stefna ritstjórum DV og blaðamanni fyrir að skýra opinberlega frá einkamálefnum hans. Samkvæmt frétt sem birtist á DV fyrir stundu segir að Eiður krefjist fimm milljóna í miskabætur og eina milljón til viðbótar til að kynna dóminn opinberlega.

Ástæðan er fréttaflutningur blaðsins af skuldamálum Eiðs og lántökum hjá íslenskum bönkum auk fjárfestinga í íslenskum verkefnum.

Þá vill Eiður að að ritstjórarnir, Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson auk Inga F. Vilhjálmssonar, blaðamanns, verði dæmdir á grundvelli 229. greinar hegningarlaganna. En hún hljóðar svo:

„Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári."

Athygli vekur að Eiður gerir ekki athugasemdir við sannleiksgildi fréttanna. Í raun segir í stefnunni að sannleikurinn skipti engu varðandi sakarefni málsins þar sem greint var frá einkahögum sem Eiður telur að eigi að fara leynt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×