Clinton fundaði með Kim Jong-il Guðjón Helgason skrifar 4. ágúst 2009 18:51 Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, átti í dag fund með Kim Jong-il, hinum umdeilda leiðtoga Norður-Kóreu. Clinton kom í óvænta heimsókn til Norður-Kóreu í morgun. Ekkert var gefið upp í byrjun hverja hann myndi ræða við og þá um hvað. Talið var að hann væri að reyna að tryggja lausn tveggja bandarískra sjónvarpsfréttakvenna sem handteknar voru í Norður-Kóreu og sakaðar um að hafa ferðast ólöglega til landsins. Þær voru dæmdar í tólf ára þrælkunarvinnu. Einnig var talið að fyrrverandi forsetinn myndi reyna að liðka um fyrir viðræðum vegna kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna við vesturveldin og nágrannaríki. Fulltrúi Hvíta hússins sagði í morgun að Clinton færi til Norður-Kóreu á eigin vegum og væri ekki þar sem fulltrúi bandarískra stjórnvalda. Sérfræðingar í alþjóðamálum sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við telja þó nær útilokað að forsetinn fyrrverandi hafi farið í slíka ferð án þess að hafa fullan stuðning frá Hvíta húsinu. Clinton átti síðan í dag fund með Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, en fregnir hafa borist síðustu mánuði af því að hann sé heilsutæpur og undirbúi að eftirláta syni sínum völdin í landinu. Ríkisfréttastöðin í Norður-Kóreu birti myndir af fundi Clintons og Kim Jong-il og var sagt að fjölmörg mál hafi verið rædd án þess að nánar væri greint frá því hvað þeim hafi farið á milli. Clinton hafi borið Kóreuleiðtoganum skilaboð frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Því vísar Hvíta húsið á bug. Erlent Fréttir Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Albanese boðar til þingkosninga 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Sjá meira
Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, átti í dag fund með Kim Jong-il, hinum umdeilda leiðtoga Norður-Kóreu. Clinton kom í óvænta heimsókn til Norður-Kóreu í morgun. Ekkert var gefið upp í byrjun hverja hann myndi ræða við og þá um hvað. Talið var að hann væri að reyna að tryggja lausn tveggja bandarískra sjónvarpsfréttakvenna sem handteknar voru í Norður-Kóreu og sakaðar um að hafa ferðast ólöglega til landsins. Þær voru dæmdar í tólf ára þrælkunarvinnu. Einnig var talið að fyrrverandi forsetinn myndi reyna að liðka um fyrir viðræðum vegna kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna við vesturveldin og nágrannaríki. Fulltrúi Hvíta hússins sagði í morgun að Clinton færi til Norður-Kóreu á eigin vegum og væri ekki þar sem fulltrúi bandarískra stjórnvalda. Sérfræðingar í alþjóðamálum sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við telja þó nær útilokað að forsetinn fyrrverandi hafi farið í slíka ferð án þess að hafa fullan stuðning frá Hvíta húsinu. Clinton átti síðan í dag fund með Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, en fregnir hafa borist síðustu mánuði af því að hann sé heilsutæpur og undirbúi að eftirláta syni sínum völdin í landinu. Ríkisfréttastöðin í Norður-Kóreu birti myndir af fundi Clintons og Kim Jong-il og var sagt að fjölmörg mál hafi verið rædd án þess að nánar væri greint frá því hvað þeim hafi farið á milli. Clinton hafi borið Kóreuleiðtoganum skilaboð frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Því vísar Hvíta húsið á bug.
Erlent Fréttir Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Albanese boðar til þingkosninga 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Sjá meira