Hvað er persónukjör? Þorkell Helgason skrifar 4. mars 2009 00:01 Í þjóðmálaumræðu hefur persónukjör borið á góma, þ.e. möguleikar kjósenda til að velja sér þingmannsefni í kjörklefanum. Hér verða dregin saman nokkur lykilatriði þessa máls. Að öðru leyti er bent á greinargerð um persónukjör sem finna má á vef landskjörstjórnar, landskjor.is, nánar tiltekið á síðunni http://www.landskjor.is/media/frettir/Personukjor9feb2009a.pdf. SkilgreiningarHugtakið persónukjör getur verið misvíðfeðmt og virðist rófið í þeim efnum vera eftirfarandi og er þá kostunum raðað eftir því hvað þeir ganga langt: P0: Frambjóðendum er skipað á framboðslista og í þeirri röð sem framboðin, flokkarnir, kjósa t.d. að loknum prófkjörum. Kjósendur velja lista en fá engu breytt um röð frambjóðenda. Þessi leið felur því ekki í sér persónukjör en er tilgreind sem grunnviðmiðun. P1: Kjósendur velja sem fyrr lista en geta haft áhrif á röðun frambjóðenda á þeim sama lista með umröðun, útstrikun eða með því að draga einhverja sérstaklega fram með krossamerkingum. Misjafnt er hver eru áhrif þessara breytinga allt frá því að vera óveruleg upp í að þau geti verið afgerandi sé þátttaka nægileg. P2: Listum er stillt upp í óskaröð framboða allt eins og í P0 en röðunin er aðeins til leiðbeiningar kjósendum. Beinar merkingar þeirra ráða því alfarið hverjir veljast af listunum á þing. P3: Nú er listum stillt upp óröðuðum þannig að kjósendur ráða því alfarið hverjir á listunum komast á þing – og fá enga leiðsögn til þess á kjörseðlinum eins og í P2. P4: Næsta skref í persónukjöri er að kjósendur megi tína til frambjóðendur af fleiri en einum lista. Þar sem það er leyft fylgir því að jafnaði pólitísk ábyrgð í þeim skilningi að vali á frambjóðanda fylgir að listi hans fær tilsvarandi hlutdeild í atkvæði kjósandans. Þetta er þó ekki algilt. P5: Frambjóðendur standa ekki á listum heldur bjóða sig fram sem einstaklingar. Víðast hvar er frambjóðendunum þó heimilt, ef ekki skylt, að gera grein fyrir flokkstengslum sínum á kjörseðlinum. Segja má að fyrirkomulag einmenningskjördæma falli undir þessa gerð persónukjörs. Einnig eru dæmi um fjölmenningskjördæmi með persónukjöri af þessu tagi. EvrópaVelflest lýðræðisríki í Evrópu bjóða upp á persónukjör við þjóðþingskosningar sem fellur a.m.k. undir róttækari gerð leiðar P1 og allt að P4. Á Írlandi er löng hefð fyrir kerfi sem fellur undir P4. Sviss og Lúxemborg hafa líka slíkt kerfi. Af nálægum ríkjum sem viðhafa listakosningar er það einungis í Ísrael, Noregi, Portúgal og á Spáni þar sem engin eða veikburða tegund af persónukjöri er við kosningar til þjóðþinga. NorðurlöndAf Norðurlöndum ganga Finnar lengst í þessum efnum. Þar eru listar í stafrófsröð og kjósandinn krossar við einn frambjóðanda sem þýðir um leið að atkvæði er greitt viðkomandi lista. Þeir komast á þing fyrir sinn lista sem flesta fá krossana. Kerfi Finna fellur því undir flokk P3. Danir komast trúlega næst Finnum. Fyrirkomulag þeirra er fjölbreytilegt og verður ekki lýst hér. Aðeins sagt að þar hafa framboðslistar val um þrenns konar uppstillingu allt frá fullröðuðum listum, þar sem kjósendur hafa lítil áhrif á röðunina, upp í það að kjósendur geti valið sér með einum krossi mann af óröðuðum listum. Þeirra kerfi er því ýmist í flokki P1, P2 eða P3. Í kosningum til sænska Ríkisþingsins eru framboðslistar raðaðir en kjósendur mega velja með krossi einn frambjóðanda sérstaklega (af sama lista og þeir kjósa). Þeir frambjóðendur sem þannig fá stuðning a.m.k. 8% kjósenda síns lista komast upp fyrir flokksröðunina þegar kemur að því að þingsætum listans er ráðstafað. Sænska fyrirkomulagið fellur því milli flokks P1 og P2. Við kosningar til norska Stórþingsins er notað sama fyrirkomulag og hér á landi á árunum 1987-2000 (sjá neðar) sem veitir kjósendum afar rýra möguleika til breytinga. Norðmenn eru því á milli flokks P0 og P1! ÍslandHérlendis hefur gengið á ýmsu um persónukjör við Alþingiskosningar. Þegar við upphaf listakosninga var með lögum frá 1915 tekið upp það fyrirkomulag, sem enn gildir að grunni til, að listar eru boðnir fram raðaðir í óskaröð hvers framboðs. Raunar var þetta innleitt með lögum frá 1913 hvað varðar bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Kjósendur gátu þá strax breytt röðuninni með talnamerkingum og jafnframt strikað út einstaka frambjóðendur en það er einskorðað við þann lista sem kjósandinn hefur merkt við. Áhrifin af þessum breytingum kjósenda hafa verið afar mismunandi. Ákvæðin og gildistími þeirra hafa verið sem hér segir: 1915-1959: Hver sætistala var ávísun á viss atkvæðisbrot sem síðan voru lögð saman hjá hverjum frambjóðenda og verður að atkvæðatölu frambjóðandans. Aðferðafræðin er kennd við Borda. Áhrif kjósenda voru allmikil undir þessu fyrirkomulagi. Það gerðist tvisvar á þessu árabili að frambjóðandi náði ekki kosningu vegna breytinga kjósenda. 1959-1987: Að nafninu til var notuð sama aðferð og áður en vægi kjósenda þó rýrt svo mjög að það þurfti þrefalt fleiri kjósendur að gera sömu breytingu til að ná sama árangri og áður. 1987-2000: Á þessu tímabili var túlkun röðunartalnanna gjörbreytt þannig að nú var með þeim verið að kjósa í viðkomandi sæti eins og í prófkjörum. Meira en helmingur kjósenda þurfti að gera sömu breytingu til að hreyfa við manni á lista, sem auðvitað gerðist aldrei! 2000-?: Með lögum frá árinu 2000 var í grundvallaratriðum horfið til baka til hinnar upphaflegu aðferðar frá 1913/15, aðferðar Borda, en þó í nokkuð öðrum búningi þannig að möguleikar kjósenda til breytinga eru að jafnaði minni en á tímabilinu 1915-1959. Þó gerðist það í síðustu kosningum, árið 2007, að tveir frambjóðendur færðust niður um sæti vegna breytinga kjósenda. Hvorugur þeirra missti þó þingsæti af þessum sökum. Í öllum tilvikum má segja að hið íslenska fyrirkomulag persónukjörs falli undir flokk P1 og innan hans í þann hóp þar sem áhrif kjósenda eru lítil. Nú er hugað að persónukjöri, jafnvel fyrir komandi kosningar. Í meðfylgjandi töflu eru dregnar saman helstu hugmyndir sem hafa verið á kreiki. Sem fyrr er kostunum raðað í róttækniröð í samræmi við almennu flokkunina sem fyrr er lýst. Í töflunni er sérstaklega tekið fram hvort breytingarnar kalli á stjórnarskrárbreytingu eða ekki. Sé ekki svo mætti tæknilega séð breyta kosningalögum nú þannig að ákvæðin giltu við komandi kosningar. Þar með er enginn dómur felldur um það hvort það sé pólitískt raunhæft né heldur hvort vilji sé til þess. Eftir breytingar á stjórnarskránni sem tóku gildi árið 1999 þarf aukinn meirihluta á Alþingi, 2/3 atkvæða, til að breyta megi sumum ákvæðum kosningalaga. Fram kemur í töflunni hvort reyna kynni á þetta ákvæði. Viðfangsefnið persónukjör er hvergi nærri tæmt í þessum greinarstúf. T.d. er í engu rætt um hvort skynsamlegra sé að kjósendur velji frambjóðendur með krossum, einum eða fleirum, eða raði þeim með tölustöfum. Röðunina þarf síðan að túlka sem kosningu í sæti, sem eins konar forgangsröðun (eins og gert er á Írlandi) eða yfir í atkvæðisbrot (sbr. aðferð Borda) og þá hvernig? Aftur skal vísað til greinargerðarinnar á vefsíðu landskjörstjórnar til frekari fróðleiks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í þjóðmálaumræðu hefur persónukjör borið á góma, þ.e. möguleikar kjósenda til að velja sér þingmannsefni í kjörklefanum. Hér verða dregin saman nokkur lykilatriði þessa máls. Að öðru leyti er bent á greinargerð um persónukjör sem finna má á vef landskjörstjórnar, landskjor.is, nánar tiltekið á síðunni http://www.landskjor.is/media/frettir/Personukjor9feb2009a.pdf. SkilgreiningarHugtakið persónukjör getur verið misvíðfeðmt og virðist rófið í þeim efnum vera eftirfarandi og er þá kostunum raðað eftir því hvað þeir ganga langt: P0: Frambjóðendum er skipað á framboðslista og í þeirri röð sem framboðin, flokkarnir, kjósa t.d. að loknum prófkjörum. Kjósendur velja lista en fá engu breytt um röð frambjóðenda. Þessi leið felur því ekki í sér persónukjör en er tilgreind sem grunnviðmiðun. P1: Kjósendur velja sem fyrr lista en geta haft áhrif á röðun frambjóðenda á þeim sama lista með umröðun, útstrikun eða með því að draga einhverja sérstaklega fram með krossamerkingum. Misjafnt er hver eru áhrif þessara breytinga allt frá því að vera óveruleg upp í að þau geti verið afgerandi sé þátttaka nægileg. P2: Listum er stillt upp í óskaröð framboða allt eins og í P0 en röðunin er aðeins til leiðbeiningar kjósendum. Beinar merkingar þeirra ráða því alfarið hverjir veljast af listunum á þing. P3: Nú er listum stillt upp óröðuðum þannig að kjósendur ráða því alfarið hverjir á listunum komast á þing – og fá enga leiðsögn til þess á kjörseðlinum eins og í P2. P4: Næsta skref í persónukjöri er að kjósendur megi tína til frambjóðendur af fleiri en einum lista. Þar sem það er leyft fylgir því að jafnaði pólitísk ábyrgð í þeim skilningi að vali á frambjóðanda fylgir að listi hans fær tilsvarandi hlutdeild í atkvæði kjósandans. Þetta er þó ekki algilt. P5: Frambjóðendur standa ekki á listum heldur bjóða sig fram sem einstaklingar. Víðast hvar er frambjóðendunum þó heimilt, ef ekki skylt, að gera grein fyrir flokkstengslum sínum á kjörseðlinum. Segja má að fyrirkomulag einmenningskjördæma falli undir þessa gerð persónukjörs. Einnig eru dæmi um fjölmenningskjördæmi með persónukjöri af þessu tagi. EvrópaVelflest lýðræðisríki í Evrópu bjóða upp á persónukjör við þjóðþingskosningar sem fellur a.m.k. undir róttækari gerð leiðar P1 og allt að P4. Á Írlandi er löng hefð fyrir kerfi sem fellur undir P4. Sviss og Lúxemborg hafa líka slíkt kerfi. Af nálægum ríkjum sem viðhafa listakosningar er það einungis í Ísrael, Noregi, Portúgal og á Spáni þar sem engin eða veikburða tegund af persónukjöri er við kosningar til þjóðþinga. NorðurlöndAf Norðurlöndum ganga Finnar lengst í þessum efnum. Þar eru listar í stafrófsröð og kjósandinn krossar við einn frambjóðanda sem þýðir um leið að atkvæði er greitt viðkomandi lista. Þeir komast á þing fyrir sinn lista sem flesta fá krossana. Kerfi Finna fellur því undir flokk P3. Danir komast trúlega næst Finnum. Fyrirkomulag þeirra er fjölbreytilegt og verður ekki lýst hér. Aðeins sagt að þar hafa framboðslistar val um þrenns konar uppstillingu allt frá fullröðuðum listum, þar sem kjósendur hafa lítil áhrif á röðunina, upp í það að kjósendur geti valið sér með einum krossi mann af óröðuðum listum. Þeirra kerfi er því ýmist í flokki P1, P2 eða P3. Í kosningum til sænska Ríkisþingsins eru framboðslistar raðaðir en kjósendur mega velja með krossi einn frambjóðanda sérstaklega (af sama lista og þeir kjósa). Þeir frambjóðendur sem þannig fá stuðning a.m.k. 8% kjósenda síns lista komast upp fyrir flokksröðunina þegar kemur að því að þingsætum listans er ráðstafað. Sænska fyrirkomulagið fellur því milli flokks P1 og P2. Við kosningar til norska Stórþingsins er notað sama fyrirkomulag og hér á landi á árunum 1987-2000 (sjá neðar) sem veitir kjósendum afar rýra möguleika til breytinga. Norðmenn eru því á milli flokks P0 og P1! ÍslandHérlendis hefur gengið á ýmsu um persónukjör við Alþingiskosningar. Þegar við upphaf listakosninga var með lögum frá 1915 tekið upp það fyrirkomulag, sem enn gildir að grunni til, að listar eru boðnir fram raðaðir í óskaröð hvers framboðs. Raunar var þetta innleitt með lögum frá 1913 hvað varðar bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Kjósendur gátu þá strax breytt röðuninni með talnamerkingum og jafnframt strikað út einstaka frambjóðendur en það er einskorðað við þann lista sem kjósandinn hefur merkt við. Áhrifin af þessum breytingum kjósenda hafa verið afar mismunandi. Ákvæðin og gildistími þeirra hafa verið sem hér segir: 1915-1959: Hver sætistala var ávísun á viss atkvæðisbrot sem síðan voru lögð saman hjá hverjum frambjóðenda og verður að atkvæðatölu frambjóðandans. Aðferðafræðin er kennd við Borda. Áhrif kjósenda voru allmikil undir þessu fyrirkomulagi. Það gerðist tvisvar á þessu árabili að frambjóðandi náði ekki kosningu vegna breytinga kjósenda. 1959-1987: Að nafninu til var notuð sama aðferð og áður en vægi kjósenda þó rýrt svo mjög að það þurfti þrefalt fleiri kjósendur að gera sömu breytingu til að ná sama árangri og áður. 1987-2000: Á þessu tímabili var túlkun röðunartalnanna gjörbreytt þannig að nú var með þeim verið að kjósa í viðkomandi sæti eins og í prófkjörum. Meira en helmingur kjósenda þurfti að gera sömu breytingu til að hreyfa við manni á lista, sem auðvitað gerðist aldrei! 2000-?: Með lögum frá árinu 2000 var í grundvallaratriðum horfið til baka til hinnar upphaflegu aðferðar frá 1913/15, aðferðar Borda, en þó í nokkuð öðrum búningi þannig að möguleikar kjósenda til breytinga eru að jafnaði minni en á tímabilinu 1915-1959. Þó gerðist það í síðustu kosningum, árið 2007, að tveir frambjóðendur færðust niður um sæti vegna breytinga kjósenda. Hvorugur þeirra missti þó þingsæti af þessum sökum. Í öllum tilvikum má segja að hið íslenska fyrirkomulag persónukjörs falli undir flokk P1 og innan hans í þann hóp þar sem áhrif kjósenda eru lítil. Nú er hugað að persónukjöri, jafnvel fyrir komandi kosningar. Í meðfylgjandi töflu eru dregnar saman helstu hugmyndir sem hafa verið á kreiki. Sem fyrr er kostunum raðað í róttækniröð í samræmi við almennu flokkunina sem fyrr er lýst. Í töflunni er sérstaklega tekið fram hvort breytingarnar kalli á stjórnarskrárbreytingu eða ekki. Sé ekki svo mætti tæknilega séð breyta kosningalögum nú þannig að ákvæðin giltu við komandi kosningar. Þar með er enginn dómur felldur um það hvort það sé pólitískt raunhæft né heldur hvort vilji sé til þess. Eftir breytingar á stjórnarskránni sem tóku gildi árið 1999 þarf aukinn meirihluta á Alþingi, 2/3 atkvæða, til að breyta megi sumum ákvæðum kosningalaga. Fram kemur í töflunni hvort reyna kynni á þetta ákvæði. Viðfangsefnið persónukjör er hvergi nærri tæmt í þessum greinarstúf. T.d. er í engu rætt um hvort skynsamlegra sé að kjósendur velji frambjóðendur með krossum, einum eða fleirum, eða raði þeim með tölustöfum. Röðunina þarf síðan að túlka sem kosningu í sæti, sem eins konar forgangsröðun (eins og gert er á Írlandi) eða yfir í atkvæðisbrot (sbr. aðferð Borda) og þá hvernig? Aftur skal vísað til greinargerðarinnar á vefsíðu landskjörstjórnar til frekari fróðleiks.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun