Körfubolti

Howard reif niður skotklukkuna (myndband)

NordicPhotos/GettyImages

Miðherjinn Dwight Howard lét heldur betur finna fyrir sér í gær þegar lið hans Orlando náði 1-0 forystu gegn Cleveland í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar með góðum útisigri.

Strax í byrjun leiks reif þessi tröllvaxni leikmaður niður sóknarfrákast og tróð með svo miklum látum að skotklukkan sem staðsett er fyrir ofan spjaldið hrundi niður.

Gera þurfti hlé á leiknum í átta mínútur á meðan klukkan var tekin niður, en hún var síðan löguð og sett aftur upp í hálfleik.

LeBron James skoraði 49 stig fyrir Cleveland í leiknum en það dugði ekki, því Orlando vann leikinn 107-106 á útivelli. Þetta var fyrsta tap Cleveland í níu leikjum í úrslitakeppninni.

Howard skoraði 30 stig, hirti 13 fráköst og reif niður eina skotklukku í leiknum.

Smelltu hér til að sjá myndband af tilþrifum Dwight Howard.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×