Brasilíumaðurinn Diego, sem leikur með Werder Bremen, hefur greint frá því að hann sé mjög nálægt því að ganga í raðir ítalska liðsins Juventus.
„Samningaviðræður eru mjög langt komnar og það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum," sagði Diego.
Þó svo Diego sé á leið til félagsins eru þjálfaramál liðsins ekki komin á hreint.
Félagið rak sem kunnugt er Claudio Ranieri úr starfi og Ciro Ferrara mun klára leiktíðina við stjórnvölinn.
Ítalskir fjölmiðlar halda því síðan fram að Ferrara muni verða áfram með liðið á næstu leiktíð.