Formúla 1

Harður slagur um besta tíma í Mónakó

Nico Rosberg sem býr í Mónakó var með besta tíma á seinni æfingu keppnisliðaí dag.
Nico Rosberg sem býr í Mónakó var með besta tíma á seinni æfingu keppnisliðaí dag.
Mjög mjótt var á munum á seinni æfingu keppnisliða í Mónakó í dag. Heimamaðurinn Nico Rosberg, sem er reyndar fæddur í Þýskalandi, en býr í Mónakó var með næsta besta tíma á Williams.

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren var næst fljótastur, 0.2. sekúndum á eftir og ljóst að lið hans er í betri málum en í síðustu mótum. Hann var einnig meðal þeirra fremstu á fyrstu æfingu dagsins. Rubens Barrichello var þriðji fljótastur, en hann var fyrstur á fyrri æfingunni. Jenson Button á Brawn varð fjórði á undan Felipe Massa á Ferrari og Sebastian Vettel á Red Bull.

Samantekt frá æfingum dagsins verður sýnd í kvöld á eftir Rásmarkinu á Stöð 2 Sport sem hefst kl. 20.00, en í þeim þætti verður m.a. rætt við Ragnar Agnarsson sem er að fara að vinna að heimildarmyndagerð um Willliams liðið. Hann er einn af eigendum Saga Film á Íslandi og hefur heimsótt á annan tug móta síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×