Enski boltinn

Benitez verður ekki rekinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Christian Purslow, framkvæmdarstjóri Liverpool, sagði eftir leik liðsins gegn Debrecen í Meistaradeild Evrópu í gær að ekki kæmi til greina að reka Rafa Benitez frá félaginu.

Þar sem að Fiorentina vann á sama tíma sigur á Lyon á heimavelli er ljóst að Liverpool kemst ekki áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Hann þarf ekki að óttast um starfið sitt," sagði Purslow. Hann var spurður hvort að eigendur Liverpool myndu íhuga að reka Benitez ef honum mistekst að tryggja Liverpool þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

„Ég hef áður sagt að Rafa er nýbúinn að skrifa undir fimm ára samning við félagið. Það eru aðeins fjórir mánuðir síðan það gerðist og því algerlega óviðeigandi að ræða það hvað muni gerast eftir hálft ár."

„Við erum ánægðir með Rafa - annars hefðum við ekki samið við hann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×